Birgir Andrésson (listamaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Birgir Andrésson.

Birgir Andrésson myndlistarmaður fæddist 6. febrúar 1955 á Skólavegi 26 og lést 25. október 2007.
Foreldrar hans voru Andrés Gestsson sjómaður, húsgagnabólstrari, sjúkranuddari, f. 20. júlí 1917 í Pálshúsi á Stokkseyri, d. 26. júní 2009, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík við Urðaveg 28, húsfreyja, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka við Bakkastíg, d. 30. ágúst 1958.

Börn Sigríðar og Andrésar:
1. Ester Guðríður Andrésdóttir bjó í Bandaríkjunum, f. 12. febrúar 1941, d. 5. maí 1974.
2. Birgir Andrésson myndlistarmaður, f. 6. febrúar 1955, d. 25. október 2007.

Birgir var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á fjórða árinu. Hann ólst upp með föður sínum og síðan honum og síðari konu hans Elísabetu Kristinsdóttur.
Birgir flutti með föður sínum til Reykjavíkur 1960, bjó með honum að Grundarstíg og síðan í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð.
Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1973-1977 og að loknu burtfararprófi þaðan lá leið hans til Maastricht í Hollandi þar sem hann var við nám í Jan Van Eyck Akademie Maastricht árin 1978-1979.
Birgir starfaði samfellt að myndlist frá námslokum, en vann auk þess við umbrot fyrstu árin og síðar var hann kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundakennari við Listaháskóla Íslands.
Hann tók þátt í fjölda samsýninga og hélt tugi einkasýninga á Íslandi og erlendis. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 1995. Á árinu 2006 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni Íslands og 2007 var hann tilnefndur til Íslensku sjónlistaverðlaunanna.
Þau Sigríður giftu sig 1976, eignuðust eitt barn, en skildu.
Birgir lést 2007.

I. Kona Birgis, (1976, skildu), er Sigríður Guðjónsdóttir, f. 22. febrúar 1956. Foreldrar hennar voru Guðjón Steingrímsson, f. 2. desember 1917, d. 12. apríl 1996, og kona hans Guðný Magnúsdóttir húsfreyja, ritari, f. 22. júní 1919, d. 2. október 2002.
Barn þeirra:
1. Arnaldur Freyr Birgisson golfvallasérfræðingur, rafvirki, f. 23. desember 1975. Kona hans Margrét Matthíasdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.