Birgir Sigurjónsson (lögregluþjónn)
Einar Birgir Sigurjónsson frá Búðarhóli í A.-Landeyjum, lögregluþjónn í Eyjum fæddist 4. maí 1933.
Foreldrar hans voru Sigurjón Einarsson bóndi, f. 7. apríl 1894, d. 19. október 1987, og kona hans Margrét Fríða Jósepsdóttir frá Sveðjustöðum í Miðfirði, V.-Hún., húsfreyja, f. 23. nóvember 1904, d. 10. október 1978.
Börn Margrétar og Sigurjóns:
1. Einar Birgir Sigurjónsson lögregluþjónn, f. 5. maí 1933. Kona hans Sigríður Sigurðardóttir.
2. Sonur, f. 1. mars 1934, d. 4. mars 1934.
3. Friðrik Sigurjónsson, f. 1. mars 1934, d. 5. mars 1934.
4. Valgerður Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja á Bakka í A.-Landeyjum, f. 31. desember 1934, d. 23. júní 2022.
5. Eiríkur Ingvi Sigurjónsson bifreiðastjóri í Keflavík, f. 17. ágúst 1937, d. 2. október 1978. Kona hans Sigrún Karlsdóttir.
6. Heiðrún Gréta Sigurjónsdóttir húsfreyja á Bakkafirði, f. 23. desember 1941. Fyrri maður Sigurður Einarsson. Sambýlismaður Guðmundur Vagnsson.
Þau Sigríður giftu sig 1978, eignuðust ekki börn saman, en Sigríður átti sjö börn frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu við Illugagötu 79. Sigríður lést 1992.
I. Kona Einars Birgis, (31. desember 1978) var Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, f. 27. ágúst 1932, d. 2. maí 1992. Foreldrar hennar Sigurður Högnason, f. 4. október 1997, d. 30. ágúst 1950, og Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 29. mars 1907, d. 6. janúar 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Einar Birgir.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.