Björgvin Jónsson (Úthlíð)
Jump to navigation
Jump to search
Björgvin Jónsson fæddist 16. maí 1899 og lést 10. desember 1984. Faðir hans hét Jón Stefánsson og móðir Þuríður Ketilsdóttir. Björgvin bjó í Úthlíð, Vestmannabraut 58a, en faðir hans byggði húsið árið 1911.
Björgvin var formaður með mótorbátinn Jón Stefánsson.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Björgvin:
- Ennþá brunar ægis-svið
- Úthlíð frá hann Bjöggi.
- Sá hefur lengi sjóinn við
- seggur átt í höggi.
Myndir
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.