Björgvin Jónsson (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Björgvin Jónsson.

Björgvin Jónsson frá Hvanneyri, pípulagnningamaður, bifreiðastjóri fæddist þar 15. nóvember 1934.
Foreldrar hans voru Jón Guðjónsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, síðar umsjónarmaður í Reykjavík, f. 16. apríl 1892 í Vestur-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 22. desember 1972, og kona hans var Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1902 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 16. desember 1987.

Föðursystkini Björgvins í Eyjum voru:
1. Þórunn Guðjónsdóttir, vinnukona, húsfreyja í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 22. maí 1898, d. 28. nóvember 1990.
2. Einar Guðjónsson járnsmíðameistari í Reykjavík, f. 4. júní 1903, d. 27. nóvember 1992.
Móðursystkini Björgvins í Eyjum voru:
3. Ásólfur Bjarnason sjómaður, síðar í Kópavogi, f. 17. apríl 1904, d. 24. maí 1988.
4. Þorgils Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 9. september 1905, d. 21. júní 1994.

Björgvin var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hann lærði pípulagnir, lauk sveinsprófi 1953. Hann vann við þær, en veiktist af lömunarveiki 1955 og átti við hana að stríða næstu fimm árin. Hann gerðist bifreiðastjóri hjá Þrótti 1958 og vann við vörubílaakstur til starfsloka 2008.

I. Kona Björgvins, (5. maí 1962), var Jóna Þórdís Eggertsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1931, d. 30. ágúst 1991. Foreldrar hennar voru Eggert Kristjánsson söðlasmiður á Sauðárkróki og í Reykjavík, f. 17. maí 1878, d. 1. júní 1946, og síðari kona hans Oddbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1895, d. 7. september 1941.
Börn Björgvins og Þórdísar:
1. Jón Björgvinsson trésmiður, tónlistarkennari, f. 1. október 1962. Kona hans er Jóhanna Sigríður Kristmundsdóttir húsfreyja.
2. Eggert Björgvinsson vélvirki, kennari við Barnaskólann, nú starfsmaður hjá Vinnueftirlitinu, f. 27. apríl 1965. Kona hans er Hulda Magnúsdóttir húsfreyja, kennari.
3. Þorgils Björgvinsson tónlistarmaður, tölvuviðgerðarmaður við Háskólann í Reykjavík, f. 24. júní 1972. Kona hans er Elma Björg Guðmundsdóttir klæðskeri.
Dóttir Þórdísar og fósturdóttir Björgvins:
4. Oddbjörg Ragnarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 3. október 1959. Fyrrum maður hennar er Kristján Hjálmar Ragnarsson sjúkraþjálfari.

II. Sambýliskona Björgvins var Anna Sigurjóna Halldórsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 28. ágúst 1929 á Ísafirði, d. 8. júní 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.