Björn Bjarnason (Bólstaðarhlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Björn Bjarnason
Perla,Kristín,Sigríður,Jón,Sigfríður,Halldóra. n.röð Bjarni Ólafur,Björn,Ingibjörg,Soffía

Björn Bjarnason var fæddur 3. mars árið 1893 á Ysta-Skála í Holtssókn og lést 25. september 1947. Hann var sonur Bjarna Einarssonar, f. 03.09.1869, frá Ysta-Skála og Halldóra Jónsdóttir, f. 28.02.1874, á Ysta-Skála í Holtssókn. Þau fluttu til Eyja árið 1901 og bjuggu í Hlaðbæ.

Björn var vélstjóri og útgerðarmaður í Bólstaðarhlíð (Heimagötu 39) í Vestmannaeyjum. Hann kom til Vestmannaeyja árið 1901. Líklegt er að Björn hafi byrjað að róa á m/b Haffara sem faðir hanns átti hlut í 1908, hann réri siðan á ýmsum bátum þar til hann keypti hlut í Emmu VE 219 árið 1920 og var vélstjóri á henni þar til hann hætti 1945.

"Björn var gæddur prúðmannlegri framkomu og hafði létta lund.Hann var mjög aðlaðandi persónuleiki. Betri heimilisfaðir en hann mun vand fundinn. Hann var gleðigjafi hvar sem hann fór og lífið og sálin á heimilinu meðan hans naut við" (sjá Blik 1987). Björn var hagyrðingur góður og nánast talaði stundum í vísum.

Niðjatal Björns Bjarnasonar

Björn Bjarnason, f. 3. mars 1893 á Ysta-Skála í Holtssókn., d. 25. sept. 1947 Vélstjóri og útgeðarmaður í Bólstaðarhlíð (Heimagötu 39) í Vestmannaeyjum (íbúaskrá, Manntal 1910).

I. Barn með Margréti Einarsdóttur frá Nýjabæ u. V.-Eyjafjöllum, síðar húsfreyju í Vesturholtum, f. 4. október 1889, d. 14. júlí 1958.
Barnið var
1. Ólafur Kristinn Björnsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 13. mars 1919, d. 27. maí 1997. Kona hans Guðríður Jóna Indriðadóttir.

II. Kona Björns, (12. júní 1921), var Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1895 í Dalseli, d. 22. júní 1976. For.: Ólafur Ólafsson, f. 6. júlí 1856, d. 1. apríl 1947 (Mt. 1910) og kona hanns Sigríður Ólafsdóttir, f. 9. sept. 1859 í Hlíðarendasókn Rang., d.7.sept. 1930 (Mt.1910)

Börn Ingibjargar og Björns:
2. Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 3. apríl 1922, d. 13. október 2021.
3. Sigríður Björnsdóttir, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.
4. Jón Björnsson, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012.
5. Kristín Björnsdóttir, f. 22. maí 1925.
6. Sigfríður Björnsdóttir, f. 11. sept. 1926. d. 30 júní 2007.
7. Perla Björnsdóttir, f. 11. ágúst 1928.
8. Soffía Björnsdóttir, f. 13. ágúst 1933.
9. Bjarni Ólafur Björnsson, f. 9. maí 1935. d. 4. júní 1959, hrapaði í Bjarnarey í Vestmannaeyjum.

Myndir