Bjarni Ólafur Björnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Ólafur Björnsson (Daddi) frá Bólstaðarhlíð starfsmaður Vestmannaeyjabæjar fæddist 9. maí 1935 og lést 4. júní 1959, hrapaði í Bjarnarey í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans voru Björn Bjarnason frá Hlaðbæ, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 3. mars 1893 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1947, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir frá Dalseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 12. apríl 1895, d. 22. júní 1976.

Börn Ingibjargar og Björns:
1. Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 3. apríl 1922, d. 13. október 2021.
2. Sigríður Björnsdóttir, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.
3. Jón Björnsson, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012.
4. Kristín Björnsdóttir, f. 22. maí 1925.
5. Sigfríður Björnsdóttir, f. 11. sept. 1926. d. 30 júní 2007.
6. Perla Björnsdóttir, f. 11. ágúst 1928.
7. Soffía Björnsdóttir, f. 13. ágúst 1933.
8. Bjarni Ólafur Björnsson, f. 9. maí 1935. d. 4. júní 1959, hrapaði í Bjarnarey í Vestmannaeyjum.

ctr
Bjarni Ólafur Björnsson (Daddi).

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést er Bjarni var 12 ára.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1952, lauk verslunarprófi í Reykjavík.
Bjarni vann hjá Vestmannaeyjabæ.
Hann hrapaði til bana í Bjarnarey 1959, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.