Bjargey Steingrímsdóttir (Ekru)

From Heimaslóð
(Redirected from Bjargey Steingrímsdóttir)
Jump to navigation Jump to search

Bjargey Steingrímsdóttir húsfreyja fæddist 13. ágúst 1909 á Akureyri og lést 29. október 1986.
Foreldrar hennar voru Steingrímur Pálsson verkamaður, f. 17. febrúar 1868 í Saurbæjarsókn í Eyjafirði, d. 15. október 1942, og Helga Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1871 í Grundarsókn, d. 13. janúar 1925.

Systir Bjargeyjar, í Eyjum, var
1. Jónheiður Steingrímsdóttir húsfreyja, leikkona f. 24. júlí 1907, d. 25. desember 1974.

Bjargey var með foreldrum sínum í æsku, í húsi Páls Jónssonar á Akureyri 1920.
Hún flutti til Eyja 1930, var þá hjá Jónheiði systur sinni á Sólbergi.
Þau Þóroddur giftu sig 1932, eignuðust þrjú börn, en annað barn þeirra fæddist andvana. Þau voru leigjendur í Víðidal við Vestmannabraut 33 við fæðingu Erlu Bryndísar 1932, í Stakkagerði 1934, á Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8 með sömu áhöfn 1940 og hjá þeim var Steingrímur faðir Bjargeyjar. Þau bjuggu þar 1942 við fæðingu andvana barns þeirra, á Ekru við Urðaveg 20 1945 með Erlu Bryndísi og Sigríði. Þau Bjargey bjuggu þar enn við Gos 1973, en síðar við Eyjahraun 9.
Bjargey lést 1986 og Þóroddur 1989.

I. Maður Bjargeyjar, (26. mars 1932), var Þóroddur Ólafsson vélstjóri, f. 1. júní 1900, d. 16. maí 1989.
Börn þeirra:
1. Erla Bryndís Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1932 í Víðidal. Maður hennar Stefán Gunnar Stefánsson.
2. Andvana stúlka, f. 24. júní 1942 á Stóra- Gjábakka.
3. Sigríður Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1943 á Ekru. Maður hennar Ragnar Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.