Bjarki Hjálmarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarki Hjálmarsson sjúkraþjálfari, stoðtækjafræðingur fæddist 28. febrúar 1988 í Eyjum.
Foreldrar hans Sveininna Ásta Bjarkadóttir húsfreyja, matráðskona, kennari, f. 12. apríl 1949, d. 22. október 2010, og maður hennar Hjálmar Guðmundsson vélfræðingur, f. 14. september 1948.

Börn Sveinsínu Ástu og Hjálmars:
1. Hafsteinn Hjálmarsson, f. 1. nóvember 1975 í Eyjum.Sambúðarkona hans Halldóra Bjarnadóttir.
2. Reynir Hjálmarsson, f. 28. febrúar 1977 í Eyjum. Sambúðarkona hans María Ásgeirsdóttir.
3. Bjarki Hjálmarsson, f. 28. febrúar 1988 í Eyjum. Unnusta hans Birna Karen Björnsdóttir.

Þau Birna Karen hófu sambúð, hafa eignast eitt barn. Þau búa í Rvk.

I. Sambúðarkona Bjarka er Birna Karen Björnsdóttir úr Rvk, húsfreya, viðmótshönnuður, f. 22. júlí 1990. Foreldrar hennar Kristín Rós Andrésdóttir, f. 22. 1952, og Björn Sævar Ástvaldsson, f. 9. júlí 1953, d. 30. september 2019.
Barn þeirra:
1. Ástrós Ylfa Bjarkadóttir, f. 12. apríl 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.