Bragi Þór Guðjónsson (Strandbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bragi Þór Guðjónsson.

Bragi Þór Guðjónsson frá Strandbergi, húsasmiður fæddist þar 5. ágúst 1927 og lést 27. desember 2018 á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Foreldrar hans voru Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir frá Baldurshaga, húsfreyja, f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946, og Guðjón Úlfarsson úr Fljótsdal í Fljótshlíð, trésmiður, bóndi, f. 24. maí 1891, d. 13. maí 1960.

Börn Guðjóns og Þuríðar Guðrúnar:
1. Ágúst Guðjónsson, f. 29. mars 1920 í Baldurshaga, d. 2. desember 1920.
2. Guðlaug Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 15. júlí 1921 í Mandal, d. 26. október 2009.
3. Ágúst Þór Guðjónsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. maí 1923 á Sólheimum, d. 22. apríl 1992.
4. Úlfar Guðjónsson, f. 11. september 1924 á Strandbergi, d. 13. júlí 1980.
5. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926 á Strandbergi, d. 8. mars 2001.
6. Bragi Þór Guðjónsson, f. 5. ágúst 1927 á Strandbergi, d. 27. september 2018.
7. Svandís Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 16. febrúar 1929 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 13. ágúst 2014. Maður hennar var Rafn Viggósson húsgagnabólstrari, f. 11. maí 1931, d. 15. nóvember 2017.
8. Hörður Guðjónsson, f. 23. maí 1930 í Vatnsdal, d. 2. janúar 2001. Bjó síðast á Selfossi
9. Gunnhildur Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 4. janúar 1933 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 6. nóvember 2004. Maður hennar var Haukur Ingvaldsson, f. 17. desember 1932, d. 6. nóvember 1969.
10. Lóa Guðjónsdóttir, f. 21. maí 1938 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 1. desember 2020.

Bragi var tökubarn hjá Ágústi föðurbróður sínum á fyrsta ári sínu, en síðan var hann með foreldrum sínum í Vatnsdal í Fljótshlíð.
Hann varð húsasmiður og lærði myndlist í Myndlistaskóla Reykjavíkur, hélt sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Gerðubergi.
Bragi Þór lést 2018.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.