Brennihóll
Jump to navigation
Jump to search
Brennihóll eða Brennuhóll eða Þerrihóll var hóll landnorður af Vilpu og austur af Austari Vilborgarstöðum. Var hann við Austurveginn norðanverðan, nær Vilborgarstöðum en Vallartúni. Á honum var kynt bál („kyntur viti”), þegar póstur fór frá Eyjum til lands og menn áttu að vera viðbúnir í Sandi til að taka á móti bátnum. Við Bakka í Landeyjum var einnig kynt bál, er póstur fór til Eyja.
Af Þerrihólsnafninu má ætla, að þar hafi verið þurrkaður þvottur („breitt á blæ”).
Heimildir
- Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1973.