Brynjólfur Þór Stefánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Brynjólfur Þór Stefánsson, stýrimaður hjá Þorbirni hf. í Grindavík, fæddist 11. júlí 1964.
Foreldrar hans Stefán Sigfús Stefánsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, aflakóngur, framkvæmdastjóri, f. 16. september 1930, d. 20. nóvember 2015, og kona hans Vilborg Ragnhildur Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 27. desember 1930.

Börn Vilborgar og Stefáns:
1. Stefán Sigfús Stefánsson verkefnastjóri hjá Eimskip í Reykjavík, f. 14. júlí 1956. Kona hans Þórunn Gyða Björnsdóttir.
2. Sigurfinna Stefánsdóttir, f. 22. september 1957, d. 8. maí 1964.
3. Brynjólfur Þór Stefánsson, f. 11. júlí 1964 stýrimaður hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Barnsmóðir hans Helena Olsen. Kona hans Ingunn Guðný Þorláksdóttir.
4. Valur Stefánsson framkvæmdastjóri hjá Vöku í Reykjavík. Hann býr á Selfossi, f. 4. júlí 1966. Kona Heiðbjört Haðardóttir.
5. Örn Stefánsson skrifstofustjóri hjá Eimskip á Akureyri, f. 4. júlí 1966. Kona hans Dóra Bryndís Hauksdóttir.
Sonur Stefáns með Guðbjörgu Magnúsdóttur, f. 29. nóvember 1927, d. 26. nóvember 2013:
6. Magnús Sturla Stefánsson sjómaður á Seyðisfirði, f. 12. ágúst 1952. Kona hans Lilja Kristinsdóttir, látin.

Þau Helena hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Ingunn Guðný giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.

I. Fyrrum sambúðarkona Brynjólfs er Helena Olsen Marteinsdóttir, f. 9. maí 1974. Foreldrar hennar Marteinn Guðmundur Olsen, f. 20. febrúar 1938, d. 9. maí 1999, og Jónína Kjartansdóttir, f. 13. maí 1939.
Barn þeirra:
1. Daníel Smári Brynjólfsson, f. 10. október 1998.

II. Kona Brynjólfs Þórs er Ingunn Guðný Þorláksdóttir úr Rvk, bankastarfsmaður, f. 15. október 1966. Foreldrar hennar Þorlákur Ari Ágústsson, f. 12. júlí 1947, og Gróa Valgerður Eyjólfsdóttir, f. 3. júlí 1948.
Börn þeirra:
2. Hilmar Þór Brynjólfsson, f. 12. júlí 2004.
3. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir, f. 25. mars 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.