Brynjólfur Jóhannesson (Kirkjulundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Brynjólfur Jóhannesson sjúkrahússstarfsmaður fæddist 21. júní 1953.
Foreldrar hans voru Jóhannes Brynjólfsson verslunarmaður, forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973, og kona hans Þórunn Alda Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 20. apríl 1915 á Kirkjulandi, d. 9. desember 2012.

Börn Öldu og Jóhannesar:
1. Lára Halla Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1935 á Kirkjulandi, d. 9. júní 2022. Maður hennar er Páll Sigurðarson vélvirki.
2. Birna Valgerður Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 10. október 1937 á Urðavegi 43, Skálholti, d. 22. október 2019. Maður hennar var Jóhann Ingi Einarsson frá Götu, pípulagningameistari, látinn.
3. Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 8. apríl 1940 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar er Sigurjón Adolf Bjarnason stórkaupmaður.
4. Jóhannes Sævar Brynjólfsson pípulagningameistari, slökkviliðsmaður, atvinnurekandi, umsjónarmaður, f. 15. júlí 1941 á Hásteinsvegi 5, d. 20. mars 2008. Kona hans var Ágústa Guðfinna María Ágústsdóttir sjúkraliði.
5. Brynjólfur Jóhannesson sjúkrahússstarfsmaður, f. 21. júní 1953 í Sjúkrahúsinu. Kona hans er María Björg Filippusdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður.

Þau María Björg giftu sig, eignuðust tvö börn, og hún átti eitt barn áður, sem Brynjólfur gekk í föðurstað. Þau búa í Rvk.

I. Kona Brynjólfs er María Björg Filippusdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 15. nóvember 1954. Foreldrar hennar Filippus Filippusson, f. 22. desember 1897, d. 9. september 1966, og Jóhanna Margrét Björgólfsdóttir, f. 8. júlí 1923, d. 4. febrúar 2009.
Börn þeirra:
1. Ásta Björk Brynjólfsdóttir, f. 15. apríl 1979.
2. Lára Kristín Brynjólfsdóttir, f. 17. mars 1984.
Barn Maríu og fóstubarn Brynjólfs:
3. Grétar Aðils Maríuson, f. 18. janúar 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.