Brynja Sigurðardóttir (Hæli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Brynja Sigurðardóttir.

Brynja Sigurðardóttir frá Hæli, húsfreyja, fæddist þar 20. júní 1934 og lést 23. september 2011 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson járnsmiður, f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974, og kona hans Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.

Börn Önnu og Sigurðar:
1. Trausti Sigurðsson vélstjóri, stýrimaður, starfsmaður ÍSALS, f. 14. desember 1932 á Hæli.
2. Brynja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. júní 1934 á Hæli, d. 23. september 2011.

Börn Önnu og Margeirs fyrri manns hennar:
3. Sigurþór Margeirsson bifvélavirkjameistari, forstjóri Hafrafells, f. 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri, d. 22. ágúst 2002.
4. Sigurður Valdimar Ragnar Margeirsson, f. 17. ágúst 1928 á Hæli, d. 5. mars 1931.
5. Guðrún Margeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. ágúst 1929 á Hæli.

Brynja ólst upp hjá foreldrum sínum.
Hún giftist Davíð Jóhannesi 1954 og eignaðist þrjú börn, bjó í Drangey við Kirkjuveg 84, Hvítingavegi 5, á Faxastíg 35 og í Sólhlíð 19b 2005.
Davíð Jóhannes lést 2005. Brynja dvaldi síðast í Hraunbúðum og lést 2011.

I. Maður Brynju, (15. maí 1954), var Davíð Jóhannes Helgason frá Geitagili í Örlygshöfn, V-Barð., sjómaður, f. 29. maí 1930, d. 8. apríl 2005.
Börn þeirra:
1. Anna Davíðsdóttir, f. 17. ágúst 1955. Maður hennar Friðgeir Þór Þorgeirsson.
2. Sigurður Davíðsson, f. 15. janúar 1958. Kona hans Hjördís Friðjónsdóttir.
3. Guðmunda Helga Davíðsdóttir, f. 22. september 1960.
4. Hugrún Davíðsdóttir, f. 22. júní 1963. Maður hennar Guðmundur K. Bergmann.
5. Jóhann Ingi Davíðsson, f. 21. desember 1970. Kona hans Steinunn Heba Finnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.