Dóra Magnúsdóttir (Höfðabrekku)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir.

Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 18. janúar 1923 á Höfðabrekku og lést 15. apríl 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Magnús Helgi Valtýsson frá Seli í A-Landeyjum, sjómaður, útgerðarmaður, f. 6. október 1894 á Búðarhóli þar, d. 5. febrúar 1972, og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 5. maí 1892, d. 9. janúar 1979.

Börn Ragnheiðar og Magnúsar:
1. Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. janúar 1923 á Höfðabrekku, d. 15. apríl 2018.
2. Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 4. október 1928.
3. Hjördís Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 10. maí 1931, d. 27. ágúst 2019.

Dóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti úr Eyjum 1945.
Dóra lærði kjólasaum á saumastofunni Gullfossi. Dóra og Ólafur byggðu upp fyrirtækið Hauk og Ólaf ásamt Hauki og Kristínu, vinafólki sínu. Dóra vann síðar á Prjónastofunni Malin og á Hótel Sögu.
Þau Ólafur Konráð giftu sig 1945, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu fyrstu árin í Kleppsholtinu, byggðu hús í Nökkvavogi 12 og bjuggu þar.
Ólafur Konráð lést 1988 og Aðalheiður Dóra 2018.

I. Maður Aðalheiðar Dóru, (1945), var Ólafur Konráð Sveinsson frá Butru í Fljótshlíð, rafvirkjameistari, f. þar 18. júlí 1920, d. 9. mars 1988. Foreldrar hans voru Sveinn Böðvarsson frá Uxahrygg, bóndi þar, síðar skrifstofumaður á Selfossi, f. 20. nóvember 1895 á Þorleifsstöðum, d. 10. ágúst 1985, og barnsmóðir hans Ólöf Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, f. 18. febrúar 1881, d. 29. mars 1953. Hún var systir Ragnheiðar móður Aðalheiðar Dóru.
Hann var fóstraður til 10 ára aldurs hjá Margréti Jónsdóttur og dætrum hennar Steinunni og Sigríði Sveinsdætrum á Moshvolu í Hvolhreppi.
Börn þeirra:
1. Magnús Helgi Ólafsson rafvirki, f. 1. júlí 1947, d. 28. maí 2007. Kona hans Guðbjörg Rósants Stefánsdóttir.
2. Sigmar Steinar Ólafsson, f. 23. ágúst 1949. Kona hans Sigríður Maggý Hansdóttir.
3. Halldór Ólafsson, f. 12. nóvember 1950. Kona hans Líneik Jónsdóttir.
4. Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 26. mars 1953. Maður hennar Sigurður Albert Ármannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.