Dóra Sif Wíum

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Dóra Sif Wium.

Dóra Sif Gísladóttir Wíum húsfreyja, verslunarstjóri, bankastarfsmaður fæddist 20. mars 1934 á Hásteinsvegi 42.
Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson Wíum frá Mjóafirði eystra, kaupmaður, f. 22. maí 1901 á Melum í Mjóafirði, d. 27. júní 1972, og kona hans Guðfinna Jóna Steindórsdóttir Wíum húsfreyja f. 27. febrúar 1909 í Götuhúsum á Stokkseyri, d. 14. maí 1998.

Börn Guðfinnu og Gísla:
1. Elísa Björg Gísladóttir Wíum húsfreyja í Garðabæ, myndlistarmaður, f. 12. febrúar 1931, d. 23. desember 2017.
2. Dóra Sif Gísladóttir Wíum húsfreyja, verslunarstjóri, bankastarfsmaður, f. 20. mars 1934.
Sonur Gísla fyrir hjónaband ólst upp frá tíu ára aldri hjá Guðfinnu og Gísla:
3. Kristinn Gíslason Wíum iðnrekandi, skrifstofumaður, f. 17. júní 1926 í Skálholti yngra, d. 13. janúar 1994.

Dóra Sif var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann á Símstöðinni.
Þau Hilmar giftu sig 1957, eignuðust Drífu á árinu, en skildu 1962.
Þau ráku verslunina með foreldrum hennar um skeið, fluttust til Akraness, en síðan til Reykjavíkur, þar sem Dóra Sif var verslunarstjóri í Herrabúðinni.
Þá var hún gjaldkeri í Iðnaðarbankanum og vann síðan hjá Landsbanka Íslands til starfsloka.
Dóra var stjórnarmaður í Samtökum aldraðra í 6 ár.

I. Maður Dóru Sifjar, (2. mars 1957, skildu 1962), var Hilmar Snær Hálfdánarson vélsmiður, kennari, varaþingmaður, f. 24. febrúar 1934, d. 22. apríl 2015. Foreldrar hans voru Hálfdán Sveinsson kennari, bæjarstjóri á Akranesi, f. 7. maí 1907, d. 18. nóvember 1970, og kona hans Dóróthea Erlendsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1910, d. 15. janúar 1983.
Barn þeirra:
1. Drífa Hilmarsdóttir kaupmaður í versluninni Bíum bíum í Reykjavík, f. 8. desember 1957.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Dóra Sif.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. maí 1998. Minning Guðfinnu.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.