Daníel Bjarnason (Saurbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Daníel Bjarnason tómthúsmaður í Saurbæ fæddist 1777 í Varmadal á Rangárvöllum og lést 22. apríl 1845 á Vilborgarstöðum.
Faðir hans var Bjarni bóndi og hreppstjóri í Varmadal á Rangárvöllum, f. 1738 í Varmadal, skírður 6. október þ. ár, d. 29. mars 1788 í Litlu-Tungu í Holtum, Þorsteinsson bónda á Sandhólaferju og Varmadal á Rangárvöllum, f. 1703, d. í júní 1766, Hróbjartssonar bónda í Gerðum í Flóa 1703 og 1708, f. 1647, Jónssonar, og konu Hróbjarts, Margrétar húsfreyju, f. 1665, Jónsdóttur.
Móðir Bjarna í Varmadal og fyrri kona Þorsteins var Guðrún húsfreyja, f. 1702, d. í febrúar 1756, Markúsdóttir bónda á Ægissíðu, f. 1654, Þórðarsonar, og konu Markúsar, Gunnvarar húsfreyju, f. 1661, Brynjólfsdóttur.

Móðir Daníels og barnsmóðir Bjarna var Kristín vinnukonu, f. um 1749 í V-Landeyjum, d. 19. mars 1839 í Fljótshlíð, Daníelsdóttir. Móðir hennar var Þuríður Eyjólfsdóttir frá Akurey í V-Landeyjum, síðar húsfreyja á Vindási á Rangárvöllum, f. um 1725, d. í júní 1803, bónda í Akurey Árnasonar og konu Eyjólfs, Kristínar Jónsdóttur húsfreyju.

Kona Daníels, (22. október 1801), var Guðný Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 1767 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 12. desember 1840. Faðir hennar var Bergþór bóndi og formaður á Kirkjulandi og Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1720, d. 3. desember 1785 á Búðarhóli, Jónsson bónda í Fagurhól í A-Landeyjum, f. 1688, enn búandi 1753, Bergþórssonar bónda í Vatnsdalshjáleigu í Fljótshlíð, f. 1648, Þorbjörnssonar, og konu Bergþórs Þorbjörnssonar, Marínar húsfreyju, f. 1659, d. 1729, Oddsdóttur. Móðir Bergþórs á Kirkjulandi og kona Jóns í Fagurhól var Jórunn húsfreyja, var 14 ára á Bergvaði í Hvolhreppi 1703, f. 1689, Árnadóttir. Móðir Guðnýjar Bergþórsdóttur og fyrri kona Bergþórs á Kirkjulandi var Þuríður húsfreyja, f. 1724, Guðlaugsdóttir bónda á Lágafelli í A-Landeyju, f. 1700, Jónssonar bónda á Önundarstöðum þar, f. 1653 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, Sigmundssonar, og fyrri konu Jóns, Guðrúnar húsfreyju, f. 1655, Runólfsdóttur. Móðir Þuríðar Guðlaugsdóttur og fyrri kona Guðlaugs á Lágafelli var Þrúður húsfreyja, f. 1694, Loftsdóttir bónda í Ytri-Hól, f. 1658, Jónssonar, og konu Lofts, Sigríðar húsfreyju, f. 1666, Gísladóttur.

Daníel var vinnumaður á Bergþórshvoli í V-Landeyjum 1801. Hann var bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1802-1804 og Minni-Borg þar 1804-1810. Hann var síðan í vinnumennsku, var fyrirvinna í Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum 1816, bóndi þar 1819-1820.
Daníel var kominn til Eyja 1829, dvaldi þá í Steinshúsi, en í Steinmóðshúsi 1830-1835, á Vilborgarstöðum 1837, á Steinsstöðum 1939 og á Vilborgarstöðum hjá Guðbjörgu dóttur sinni við andlát sitt 1845.

Börn Daníels og Guðnýjar:
1. Bergþór Daníelsson, f. 1803, d. 9. desember 1804.
2. Sigríður Daníelsdóttir, f. 20. febrúar 1804, d. 29. júlí 1885, vinnukona í Hvammi u. Eyjafjöllum, ógift, en átti barn með Brandi Eiríkssyni.
3. Þuríður Daníelsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 7. mars 1806, d. 12. apríl 1841, gift Guðmundi Guðmundssyni.
4. Guðný Daníelsdóttir, f. 6. apríl 1807, d. 3. febrúar 1869, öryrki.
5. Bjarni Daníelsson, f. 1. maí 1808, d. líklega ungur.
6. Jón Daníelsson vinnumaður í Godthaab, f. 27. ágúst 1809, á lífi 1836.
7. Bergur Daníelsson vinnumaður í Drangshlíð, f. 13. febrúar 1811, d. 3. apríl 1832. Bergur var faðir Guðrúnar Bergsdóttur í Svaðkoti, móður Ingibjargar í Suðurgarði og þeirra systkina.
8. Guðrún Daníelsdóttir vinnukona í Stóru-Hildisey í Landeyjum, f. 18. september 1815, d. 16. júní 1839 í Eyjum úr bólusótt.

II. Barn Daníels með Kristínu Jónsdóttur vinnukonu á Skeggjastöðum, síðar húsfreyju í Eystra-Fróðholti, skírð 27. september 1772, d. 4. maí 1843,
9. Kristín Daníelsdóttir, f. 10. september 1798, d. 25. janúar 1799.

III. Barnsmóðir Daníels var Þuríður Árnadóttir vinnukona á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. 1770, d. 25. ágúst 1821.
Barn þeirra var
10. Guðbjörg Daníelsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 28. febrúar 1801, d. 27. desember 1888. Maður hennar var Magnús Ólafsson sjómaður.
Þau voru foreldrar
a) Bergs Magnússonar sjómanns, f. 1837, hrapaði í Dufþekju 23. ágúst 1866.
Dóttir Bergs var Elísabet Bergsdóttir, f. 1857, d. 6. júlí 1928. Hún varð kona Arnbjörns Ögmundssonar í Presthúsum.
Þau voru foreldrar Bergmundar Arnbjörnssonar í Nýborg, Þorbjörns Arnbjörnssonar á Reynivöllum, Ágústu Arnbjörnsdóttur húsfreyju í Hvíld, konu Kristins Jónssonar á Tanganum, og foreldrar Guðbjargar Arnbjörnsdóttur.

b) Ólafs Magnússonar formanns og hagyrðingur, f. 15. apríl 1845, d. 4. október 1927.

IV. Barnsmóðir Daníels var Vilborg Pétursdóttir, þá vinnukona í Dölum, síðar húsfreyja á Löndum, skírð 1. desember 1792, d. 30. mars 1859. Daníel neitaði.
Barnið var
11. Daníel Daníelsson, f. 26. mars 1828, d. 9. apríl 1828 úr ginklofa.

V. Barnsmóðir Daníels var Elín Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinmóðshúsi, f. 27. ágúst 1796, d. 8. júlí 1876.
Barn þeirra var
12. Elín Daníelsdóttir, 15. maí 1831, d. 18. maí 1831 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Þorgils Jónasson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.