Davíð Árnason (Dverghamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Davíð Árnason sjómaður í Grindavík, öryrki eftir slys, fæddist 12. ágúst 1973.
Foreldrar hans Árni Gunnar Gunnarsson rafvirkjameistari, f. 22. desember 1950, og kona hans Erna Ingólfsdóttir, húsfreyja, leikskólakennari, f. 24. október 1952.

Börn Ernu og Árna:
1. Ingólfur Guðni Árnason auglýsinga- og hljóðhönnuður, tónlistarmaður, f. 4. júlí 1972, d. 16. apríl 2023. Fyrrum kona hans Anna Kristín Sigurðardóttir.
2. Davíð Árnason sjómaður í Grindavík, öryrki eftir slys, f. 12. ágúst 1973. Kona hans Sigríður Helga Hjálmarsdóttir.
3. Elín Árnadóttir lærð kjólasaumakona, starfsmaður í heildsölu Kristmanns Karlssonar, f. 20. júní 1989. Maður hennar Arnar Ingólfsson.

Þau Sigríður Helga giftu sig, eignuðust eitt barn saman og hún eignaðist barn áður. Þau búa í Hfirði.

I. Kona Davíðs er Sigríður Helga Hjálmarsdóttir úr Grindavík, húsfreyja, aðstoðarkokkur í Seljaskóla, f. 21. nóvember 1969. Foreldrar hennar Kristín Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 14. janúar 1944, og Hjálmar Haraldsson, f. 25. ágúst 1942, d. 25. ágúst 2011.
Barn þeirra:
1. Árni Magni Davíðsson, f. 28. janúar 2011.
Barn Sigríðar Helgu:
2. Jóhanna María Kristjánsdóttir, f. 15. maí 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.