Eggert Ólafsson (skipasmíðameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eggert Ólafsson frá Þorvaldseyri á Eyrarbakka, skipasmíðameistari fæddist þar 7. mars 1924 og lést 12. apríl 1980.
Foreldrar hans voru Ólafur Engilbert Bjarnason vegavinnuverkstjóri, f. 13. janúar 1893, d. 2. október 1983, og kona hans Jenný Dagbjört Jensdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1897, d. 2. desember 1964.

Börn Jennýjar og Ólafs í Eyjum:
1. Sigurður Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 20. október 1920, d. 3. mars 2010.
2. Eggert Ólafsson skipasmíðameistari f. 7. mars 1924, d. 12. apríl 1980.

Eggert var með foreldrum sínum á Þorvaldseyri 1930.
Hann fluttist til Eyja 1944, hóf nám í skipasmíði hjá Gunnari Marel Jónssyni 1945, varð sveinn og meistari í greininni og vann hjá Gunnari til 1958, er hann stofnaði fyrirtækið Skipaviðgerðir ehf. ásamt Bárði Auðunssyni og Ólafi Jónssyni í Nýhöfn. Það fyrirtæki ráku þeir þrír til 1973, er Bárður settist að í Hafnarfirði, en Ólafur var með í fyrirtækinu til 1980. Eftir það rak Eggert og síðan fjölskylda hans fyrirtækið.
Þau Helga giftu sig 1945, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Oddeyri í aldarfjórðung, en fluttust að Illugagötu 75 um 1970 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf og Helga til dánardægurs.
Eggert lést 1980 og Helga 1997.

I. Kona Eggerts, (13. maí 1945), var Helga Ólafsdóttir frá Oddeyri, Flötum 14, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 13. janúar 1925 í Laufási, d. 11. apríl 1997.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ragnar Eggertsson rekstrartæknifræðingur, framkvæmdastjóri, f. 1. október 1945 á Oddeyri, d. 18. janúar 2002.
2. Kristján Gunnar Eggertsson rafvirkjameistari, framkvæmdastjóri, hafnarvörður, f. 20. ágúst 1947 á Oddeyri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.