Eggert Ólafsson Sigurðsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eggert Ólafsson Sigurðsson bóndi í Smáratúni í Fljótshlíð fæddist 4. ágúst 1916 í Reykjavík og lést 31. maí 1987.
Foreldrar hans voru Sigurður Gunnarsson málari, útgerðarmaður, skipstjóri á Hólmi, f. 18. september 1883 á Háfshóli í Djúpárhreppi, Rang., drukknaði í Höfninni 16. janúar 1917, og barnsmóðir hans Arndís Jónsdóttir lausakona, saumakona á Hólmi og Breiðabliki, f. 15. apríl 1882 í Tungu í Fljótshlíð, d. 3. ágúst 1978.

Systir Eggerts, sammædd, var
1. Beta Einarína Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. september 1920 á Breiðabliki, d. 5. apríl 1965.
Bræður Eggerts, samfeðra, voru:
2. Ólafur Sigurðsson sjómaður, verkamaður, f. 17. nóvember 1909, d. 19. mars 2002.
3. Sigurður Sigurðsson málarameistari, kaupmaður, afreksmaður í frjálsum íþróttum, f. 22. apríl 1914, d. 12. apríl 1982.

Eggert var með móður sinni í Eyjum fyrstu árin, en hún sendi hann í fóstur að Múlakoti í Fljótshlíð 1922.
Hann varð síðar vinnumaður þar og bóndi í Smáratúni í Fljótshlíð og um skeið á Stafafelli í Lóni.
Þau Anna giftu sig 1940 og eignuðust tvö börn. Hann missti Önnu 1949.
Sigurbjörg réðst vinnukona til Eggerts. Þau bjuggu í Smáratúni til ársins 1954, en fluttust þá að Stafafelli í Lóni, þar sem þau bjuggu í fjögur ár. Þá sneru þau að Smáratúni og bjuggu þar til ársins1979, er þau slitu samvistir. Þau höfðu eignast fjögur börn.
Eggert lést 1987 og Sigurbjörg 2014.

Kona Eggerts, (11. febrúar 1940), var Anna Sigurðardóttir frá Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 7. maí 1921, d. 11. maí 1949. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 26. ágúst 1893 á Austur-Sámsstöðum, d. 19. maí 1980 og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1889 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 6. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Sigurður Vignir Eggertsson, f. 20. september 1942.
2. Ingibjörg Arndís Eggertsdóttir, f. 11. mars 1947.

II. Sambýliskona Eggerts var Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1932, d. 3. desember 2014. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson sjómaður, matsveinn frá Vesturholtum í Rangárvallasýslu, síðar í Eyjum, f. 3. nóvember 1905, d. 22. janúar 1965, og sambýliskona hans Karólína Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.
Börn þeirra:
3. Guðjón Árni Eggertsson, f. 2. september 1951.
4. Anna Sóley Eggertsdóttir, f. 9. september 1952.
5. Eggert Smári Eggertsson, f. 24. apríl 1958.
6. Kristín Björg Eggertsdóttir, 7. mars 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.