Einarína Guðmundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Einarína Guðmundsdóttir.

Einarína Guðmundsdóttir frá Þórkötlustöðum í Grindavík, verslunarmaður, kennari fæddist þar 11. janúar 1885 og lést 30. janúar 1965.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1847, d. 13. mars 1894, og kona hans Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja f. 28. september 1843, d. 20. september 1938.

Börn Guðlaugar og Guðmundar í Eyjum:
1. Jón Ágúst Guðmundsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1878, d. 18. mars 1967.
2. Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937.
3. Einarína Guðmundsdóttir verslunarmaður, kennari, f. 11. janúar 1985, d. 30. janúar 1965.

Einarína var með foreldrum sínum 1895, var hjú í Garðhúsum í Grindavík 1901. Hún var með móður sinni í Reykjavík 1910, nemandi í Kennaraskólanum, lauk kennaraprófi 1911, sat námskeið í smábarnakennslu í Bilum á Fjóni í Danmörku 1922, tók handavinnunámskeið í Kunstflidsforeningens Skole í Kaupmannahöfn 1922 og 1923 og nám í Roskilde Höjskole 1923, kennaranámskeið Hindgavl 1933.
Einarína var kennari í Hafnarfirði (í forföllum) 1911-1912, í Eyrarsveit á Snæf. 1912-1913, í Biskupstungum 1913-1914, á Kjalarnesi 1916-1919, við barnaskóla Eskifjarðar 1930-1954. Hún kenndi vikivaka við barnaskólann á Eskifirði og sýndi m.a. á móti U.M.F.Í á Eiðum 1952. Þá kenndi hún við sunnudagaskóla á Eskifirði í mörg ár.
Einarína vann verslunarstörf í Eyjum 1914-1916, var í Kaupmannahöfn 1919-1929, vann þar við kjólasaum og húshald.
Einarína tók þátt í félagsstörfum á Eskifirði, var heiðursfélagi Umf. Austra.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.