Einar Ágústsson (vélfræðingur)
Einar Ágústsson vélfræðingur, rafvirkjameistari fæddist 16. júlí 1976.
Foreldrar hans Ágúst Vernharður Einarsson sjómaður, húsasmiður, f. 29. október 1951, og kona hans Edda Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 14. mars 1954.
Börn Eddu og Ágústs:
1. Einar Ágústsson vélfræðingur og rafvirkjameistari, f. 16. júlí 1976. Kona hans Elva Tryggvadóttir.
2. Ástþór Ágústsson, BA-próf í leiklist, rafvirki, f. 26. maí 1979, ókvæntur.
3. Kristján Ágústsson starfsmaður Securitas, f. 1. mars 1991. Sambúðarkona hans Elísabet Eir Reynisdóttir.
Þau Elva giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Kona Einars er Elva Tryggvadóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, sérfræðingur hjá Isavia, f. 13. apríl 1977. Foreldrar hennar Tryggvi Sveinn Jónsson, f. 1. janúar 1948, og Matthildur Laustsen, f. 18. september 1954.
Börn þeirra:
Ásta María Einarsdóttir, f. 25. maí 1999.
Emilía Einarsdóttir, f. 24. september 2001.
Ágústa Eir Einarsdóttir, f. 27. nóvember 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Einar.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.