Einar Jónsson (Svaðkoti)
Jump to navigation
Jump to search
Einar Jónsson bóndi í Svaðkoti fæddist 1754 (samkv. mt. 1816, 1745 samkv dánarskýrslu) í Gvendarhúsi og lést 17. nóvember 1833, „87 ára“.
Foreldrar hans eru ókunnir.
Einar var ókvæntur vinnumaður á einni af Ofanleitishjáleigum 1801, (skráð Ofanleiti, 3. býli), ókvæntur húsbóndi í Svaðkoti 1816 með bústýruna Málhildi Jónsdóttur 38 ára, ógifta, en húsfólk var Magnús Jónsson og kona hans Margrét Einarsdóttir.
Eftir lát Magnúsar 1817 varð Margrét ekkja hans bústýra Einars þar til dd. hans 1832.
Ekki sjást merki þess, að Einar hafi eignast börn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.