Eiríkur Bjarnason (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eiríkur Bjarnason vinnumaður á Vilborgarstöðum, síðar sjómaður í Vestdal í Seyðisfirði og síðast í Vesturheimi, fæddist 2. nóvember 1848 í Öræfum og lést 14. febrúar 1929.
Foreldrar hans voru Bjarni Eiríksson bóndi á Skálafelli í Suðursveit og Hofi í Öræfum, f. 15. september 1812 á Tvískerjum þar, d. 24. september 1865, og síðari kona hans Guðrún Arngrímsdóttir, f. 1. júní 1812 á Kálfafellsstað í Suðursveit, d. 27. október 1878.

Eiríkur var með foreldrum sínum 1850 og enn 1860. Hann fluttist léttadrengur úr Öræfum að Presthúsum 1862, léttadrengur á Vesturhúsum 1864, vinnumaður þar 1865 og enn 1868, á Vilborgarstöðum 1870 og 1871.
Eiríkur hélt til Kaupmannahafnar 1873, en Oddný fór þangað 1875.
Hann var sjómaður í Vestdal í Seyðisfirði 1880 með konu sinni Oddnýju og móður hennar Oddnýju Þórðardóttur.
Hann fluttist til Winnipeg 1888 ásamt Oddnýju, börnunum Guðrúnu, Sigurði og Önnu Vilhelmínu og Oddnýju tengdamóður sinni.

Kona Eiríks, (1880 í Kaupmannahöfn), var Oddný Magnúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 21. ágúst 1854.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1881, gift Robert Moore.
2. Sigurður Eiríksson bóndi, f. 1882.
3. Anna Vilhelmína Eiríksdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1886, gift Sigurði Jóelssyni trésmið í Þingvallanýlendu í Saskatchewan.
4. Magnús Eiríksson bóndi, f. Vestanhafs.
5. Helga Eiríksdóttir húsfreyja, f. Vestanhafs, gift Hermanni Sigurðssyni smið og vélstjóra, síðar í Vancouver.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.