Elín Ágústa Sigurgeirsdóttir (ritari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Ágústa Sigurgeirsdóttir húsfreyja, ráðherraritari fæddist 20. maí 1948 á Laugardælum.
Foreldrar hennar voru Sigurgeir Kristjánsson búfræðingur, bústjóri, lögregluþjónn, forstjóri, f. 30. júlí 1916, d. 5. júní 1993, og kona hans Björg Ágústsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. ágúst 1923, d. 30, september 2005.

Þau Skúli giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Gunnar giftu sig, eignuðust ekki börn saman.

I. Fyrrum maður Elínar Ágústu er Skúli Axel Sigurðsson úr Sandgerði, viðskiptafræðingur, f. 2. september 1947. Foreldrar hans Guðrún Jörgensdóttir Hansen, f. 27. maí 1921, d. 28. ágúst 2001, og Sigurður Ólafsson, f. 6. september 1918, d. 13. mars 1985.
Börn þeirra:
1. Björg Skúladóttir hjúkrunarfræðingur, f. 31. október 1970.
2. Ólafur Ingi Skúlason, f. 1. apríl 1983.

II. Maður Elínar Ágústu er Gunnar Briem úr Rvk, kerfisfræðingur, f. 25. apríl 1951. Foreldrar hans Gunnlaugur Briem, f. 30. mars 1901, d. 7. desember 1971, og Halldóra Margrét Guðjohnsen Briem, f. 9. ágúst 1911, d. 25. nóvember 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.