Elín Oddsdóttir (Heiðarbrún)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elín Oddsdóttir.

Elín Oddsdóttir á Heiðarbrún, húsfreyja fæddist 27. janúar 1889 á Teigi í Fljótshlíð og lést 19. mars 1965.
Foreldrar hennar voru Oddur Ívarsson bóndi í Ormskoti í Fljótshlíð, f. 8. október 1851, d. 7. janúar 1930, og bústýra hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1851, d. 27. janúar 1933.

Oddur Ívarsson var bróðir Þórðar Ívarssonar föður Þorkels í Sandprýði

Elín var með foreldrum sínum í Ormskoti í Fljótshlíð 1890 og 1901.
Þau Kristján fluttust úr Fljótshlíð til Eyja 1905, voru húsfólk á Gilsbakka við giftingu sína 1907. Fyrsta barn þeirra, Óskar, fæddist þar á því ári, en dó í janúar 1908. Þau voru enn á Gilsbakka 1908.
Þau voru komin á Garðstaði 1909 með tvö börn sín, Óskar og Ólaf Ágúst. Þar bjuggu þau enn 1912, en voru komin í nýbyggt hús sitt að Heiðarbrún við Vestmannabraut 59 1913 og þar bjuggu þau enn 1930, en voru komin að Breiðabólstað við Heiðarveg 27 1932 og bjuggu þar síðan.
Kristján lést 1957 og Elín 1965.

Maður Elínar, (16. nóvember 1907), var Kristján Jónsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, trésmíðameistari, f. 13. mars 1882, d. 19. ágúst 1957.
Börn þeirra voru:
1. Óskar Kristjánsson, f. 27. janúar 1907 á Gilsbakka, d. 11. janúar 1908.
2. Óskar Kristjánsson, f. 17. apríl 1908 á Gilsbakka, d. 20. ágúst 1980.
3. Ólafur Ágúst Kristjánsson, f. 12. ágúst 1909 á Garðstöðum, d. 21. apríl 1989.
4. Oddgeir Kristjánsson, f. 16. nóvember 1911, d. 18. febrúar 1966.
5. Andvana stúlka, f. 3. október 1912 á Garðstöðum.
6. Laufey Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30. desember 1913 á Heiðarbrún, d. 5. október 1994.
7. Jóna Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. janúar 1915 á Heiðarbrún, d. 2. janúar 1971.
8. Friðrik Kristjánsson, f. 11. janúar 1916 á Heiðarbrún, d. 7. júlí 1916.
9. Klara Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún, d. 23. janúar 1993.
10. Guðleif Hulda Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1918 á Heiðarbrún, d. 16. desember 1918.
11. Gísli Kristjánsson, f. 17. febrúar 1920 á Heiðarbrún, d. 26. febrúar 1995.
12. Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1921 á Heiðarbrún, d. 24. nóvember 1999.
13. Haraldur Kristjánsson, f. 22. febrúar 1924 á Heiðarbrún, d. 12. september 2002.
14. Andvana drengur, f. 4. september 1927.
15. Lárus Kristjánsson, f. 28. ágúst 1929 á Heiðarbrún.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.