Elín Sverrisdóttir (Fagurhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elín Sverrisdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 15. september 1875 og lést 17. október 1935.
Foreldrar hennar voru Sverrir Magnússon bóndi, f. 17. mars 1836 á Efri-Grund u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1914 í Rvk, og kona hans Elsa Dóróthea Einarsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1839 í Pétursey í Mýrdal, d. 7. febrúar 1905.

Elín var með foreldrum sínum á Ytri-Sólheimum til 1896, var vinnukona á Felli í Mýrdal 1896-1897, var með foreldrum sínum á Ytri-Sólheimum 1897-1902, var vinnukona í Rvk 1902, húsfreyja þar 1910.
Hún flutti til Eyja 1912, var húsfreyja þar.
Þau Björn giftu sig, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra 15 ára. Þau bjuggu í Fagurhól við Strandveg 55 1920, í Skógum við Bessastíg 8 1927.
Þau Björn fluttu til Reykjavíkur.
Elín lést 1935 og Björn 1960.

I. Maður Elínar var Björn Líndal Guðmundsson frá Skárastöðum í V.-Hún. múrari, f. 21. september 1880, d. 16. maí 1960.
Börn þeirra:
1. Elsa Dóróthea Líndal, f. 19. desember 1906, d. 31. janúar 1921.
2. Jóna Laufey Líndal, verkakona, húsfreyja í Rvk, f. 22. október 1909, d. 21. júní 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.