Elíza Þorsteinsdóttir (Valhöll)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elíza Þorsteinsdóttir.

Elíza Þorsteinsdóttir húsfreyja, flugfreyja fæddist 28. ágúst 1946 í Valhöll og lést 1. janúar 2020.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristján Þórðarson skipstjóri stýrimannaskólakennari, f. 18. mars 1917, d. 30. maí 1960, og kona hans Guðfinna Sigurlilja Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1921 á Strandbergi, d. 21. maí 2013.

Börn Guðfinnu og Þorsteins:
1. Lilja Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 7. júlí 1940 í Valhöll. Maður hennar Gylfi Sigurjónsson.
2. Aðalheiður Laufey Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, bankastarfsmaður, f. 6. desember 1941 í Valhöll. Maður hennar Gunnar Björnsson.
3. Elísa Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, flugfreyja, f. 28. ágúst 1946 í Valhöll, d. 1. janúar 2020. Fyrsti maður hennar var Jóhann Vilbergsson, látinn. Fyrrum menn hennar Jón Hjartarson og Grétar Þorsteinsson.
4. Eygló Þorsteinsdóttir viðskiptafræðingur í Keflavík, f. 30. mars 1951 í Reykjavík, d. 25. desember 2006. Maður hennar Geir Newman.

Elíza var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var skrifstofumaður hjá VR, varð flugfreyja, vann hjá Loftleiðum í rúm 20 ár, síðan hjá Flugleiðum.
Elíza var þrígift.
I. Fyrsti maður hennar var Jóhann Vilberg Árnason prentari, blaðaljósmyndari í Keflavík, f. 6. febrúar 1942, d. 14. mars 1970. Foreldrar hans voru Árni Vilberg Guðmundsson, f. 17. janúar 1914, d. 31. október 1996 og Jóhanna Halldórsdóttir, f. 1. júní 1914, d. 24. mars 1942.
Barn þeirra:
1. Jódís Jóhannsdóttir bókari, f. 5. febrúar 1966, ógift.

II. Annar maður Elízu var Jón Hjartarson. Þau skildu.

III. Þriðji maður Elízu var Grétar Þorsteinsson. Þau skildu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.