Engilbert Ármann Jónasson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Engilbert Ármann Jónasson frá Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, verkamaður, verkalýðsleiðtogi fæddist þar 28. febrúar 1906 og lést 12. apríl 1987.
Foreldrar hans voru Jónas Sveinsson bóndi, f. 4. nóvember 1875, d. 29. nóvember 1946, og kona hans Guðfinna Árnadóttir húsfreyja, f. 12. september 1874, d. 23. nóvember 1972.

Engilbert var með foreldrum sínum í æsku og enn 1935.
Hann var verkamaður, lengst hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og var lengi formaður verkalýðsfélagsins.
Þau Ásta Rut giftu sig 1936 í Eyjum, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hólshúsi við Bárustíg 9.

I. Kona Engilberts, (12. desember 1936), var Ásta Rut Gunnarsdóttir frá Hólshúsi við Bárugötu 9, húsfreyja, f. 26. janúar 1914, d. 22. desember 2000.
Börn þeirra:
1. Ingi Engilbertsson, f. 14. desember 1938 í Hólshúsi, d. 15. júní 2016.
2. Gísli Guðmundur Engilbertsson járnsmíðameistari, f. 24. ágúst 1940 í Hólshúsi. Fyrrum kona hans var Paula Michelsen frá Færeyjum. Kona hans Margrét Guðmundsdóttir.
3. Jónas Davíð Engilbertsson bifreiðastjóri, f. 26. júní 1946 í Hólshúsi, kvæntur Aðalheiði H. Jónsdóttur.
4. Ingvar Georg Engilbertsson starfsmaður Vita- og hafnarmálastofnunar, f. 23. nóvember 1954 á Sj.húsinu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.