Erla Þorkelsdóttir (Birkihlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Erla Þorkelsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja í Birkihlíð 8 fæddist 28. ágúst 1942 í Pálmarshúsi á Stokkseyri.
Foreldrar hennar voru Þorkell Guðjónsson rafveitustjóri, f. 18. desember 1902, d. 2. desember 1980, og kona hans Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1907, d. 24. ágúst 1985.

Erla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann afgreiðslustörf og síðar við ræstingar.
Hún eignaðist tvö fyrstu börn sín með Trausta í Pálmarshúsi á Stokkseyri, fluttist til Eyja með þau um 1964.
Þau Trausti giftu sig 1967, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Ásasvegi 14, en hafa síðan búið í Birkihlíð 8.

I. Maður Erlu, (14. maí 1967), er Trausti Þorsteinsson iðnaðarmaður, f. 21. apríl 1939.
Börn þeirra:
1. Margrét Traustadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. maí 1961. Sambúðarmaður hennar Sören Lilbæk Sörensen, danskrar ættar.
2. Þorkell Traustason sjómaður, f. 9. október 1962. Kona hans Gyða Jósepsdóttir.
3. Sigurlaug Traustadóttir leikskólastarfsmaður, f. 28. nóvember 1968, ógift.
4. Þorsteinn Þór Traustason tölvufræðingur, f. 6. apríl 1977. Sambúðarkona hans Guðbjörg Hulda Einarsdóttir.
5. Bjarki Steinn Traustason líffræðingur, heimilislæknir, f. 4. febrúar 1981. Kona hans Ósk Óskarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.