Erla Eiríksdóttir (Eiríkshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Erla Eiríksdóttir.

Erla Eiríksdóttir frá Eiríkshúsi við Urðaveg 41, húsfreyja fæddist þar 26. september 1928 og lést 10. febrúar 2013 í Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Ásbjörnsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. maí 1893 á Eyrarbakka, d. 22. nóvember 1977, og kona hans Ragnheiður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1902 í Norðurgarði í Mýrdal, d. 11. nóvember 1986.

Börn Ragnheiðar og Eiríks:
1. Ólafur Eiríksson, f. 4. september 1924, d. 2. janúar 1925,
2. Ingólfur Eiríksson sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 24. desember 1925, d. 5. desember 1970.
3. Erla Eiríksdóttir húsfreyja, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.

Erla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Akureyri.
Erla vann við afgreiðslu í verslun og fiskiðnað.
Þau Sigurgeir giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 7 og 43 og Boðaslóð 26.
Erla vann mikið í félagsstörfum allskonar, í Berklavörn, Slysavarnadeildinni Eykyndli, Verkakvennafélaginu Snót og Sjálfstæðiskvennafélaginu Eygló.
Sigurgeir lést 2000 og Erla 2013.

I. Maður Erlu, (16. júlí 1949), var Sigurgeir Ólafsson, (Siggi Vídó), skipstjóri, útgerðarmaður, hafnarstjóri, forseti bæjarstjórnar, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson, f. 28. febrúar 1949 í Eiríkshúsi við Urðaveg 41, d. 5. maí 2020. Kona hans Sigríður Kristín Dagbjartsdóttir.
2. Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir, f. 7. júní 1951 á Sj. Fyrrum maður hennar Hermann Ingi Hermannsson.
3. Sæfinna Ásta Sigurgeirsdóttir, f. 5. júlí 1952 að Hásteinsvegi 7, d. 25. febrúar 2022. Maður hennar Þorbjörn Númason.
4. Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, f. 23. febrúar 1956 á Sj. Maður hennar Ólafur Einar Lárusson.
5. Þór Sigurgeirsson, f. 1. október 1959 á Sj. Fyrrum kona hans Hjördís Kristinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.