Ester Arnarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ester Arnarsdóttir hárskeri, lyfjatæknir fæddist 27. ágúst 1960 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Arnar Ágústsson frá Varmahlíð við Vesturveg 18, síðar Miðstræti 21, sjómaður, trésmiður, f. 13. september 1936, d. 12. janúar 1997, og kona hans Elín Sigríður Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1936 í Reykjavík.

Börn Sigríðar og Arnars:
1. Guðrún Árný Arnarsdóttir kennari, f. 8. júlí 1955. Maður hennar Magnús Ólafur Helgi Axelsson.
2. Pálína Arndís Arnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 10. apríl 1958. Maður hennar Kristján Friðrik Nielsen.
3. Ester Arnarsdóttir hárskeri, lyfjatæknir, f. 27. ágúst 1960. Maður hennar Sigurður Halldórsson.

Ester var með foreldrum sínum, í Svíþjóð. 1971-1975
Hún lauk unglingaskóla í Svíþjóð, lærði hárskurð í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk prófum 1980, lærði lyfjatækni, lauk námi 2001.
Ester vann við iðn sína og síðar var hún lyfjatæknir hjá Lyfju.
Þau Sigurður giftu sig 1980, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Esterar, (6. september 1980), er Sigurður Halldórsson úr Reykjavík, bifvélavirki, f. 24. janúar 1959. Foreldrar hans Halldór Sigurðsson, f. 25. mars 1936, og Ester Rögnvaldsdóttir, f. 31. desember 1936.
Börn þeirra:
1. Halldór Sigurðsson, með B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði. Sambúðarkona hans Iðunn Bjarnadóttir.
2. Arnar Sigurðsson bifvélavirki, f. 25. apríl 1984. Kona hans Berglind Dís Guðmundsdóttir.
3. Bjarki Sigurðsson bakari, f. 11. desember 1991. Kona hans Sandra Hrönn Trampe.
4. Fjóla Sigurðardóttir kennari, f. 11. desember 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.