Eyja Halldórsdóttir (Brautarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Eyja Halldórsdóttir.

Eyja Þorsteina Halldórsdóttir fæddist 10. júní 1954 í Brautarholti og lést 21. desember 2021.
Foreldrar hennar voru Halldór Jón Jónsson útgerðarmaður, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 6. júní 1926 í Stakkholti, d. 26. september 1999, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1924 á Ólafsfirði, d. 28. mars 2007.

Börn Halldóru og Halldórs Jóns:
1. Margrét Jóna Halldórsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari í Reykjavík, f. 25. janúar 1950 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar Þorberg Ólafsson.
2. Ólöf Þórey Halldórsdóttir húsfreyja, býr á Hellu, f. 11. mars 1952 á Hásteinsvegi 48, d. 11. október 2022. Fyrrum sambúðarmaður hennar Hilmar Ásgeirsson. Sambúðarmaður hennar Einar Sigurðsson.
3. Eyja Þorsteina Halldórsdóttir Hrauntúni 45, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, f. 10. júní 1954 í Brautarholti, d. 21. desember 2021. Barnsfaðir hennar Sævar Sveinsson. Maður hennar Finnbogi Halldórsson.

Eyja var með foreldrum sínum í æsku.
Hún hóf snemma störf við fiskvinnslu, en vann síðar í leikskólanum Kirkjugerði og vann þar í 32 ár.
Hún eignaðist barn með Sævari 1971.
Þau Finnbogi giftu sig 1987, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Hrauntúni 45.
Eyja flutti í Hraunbúðir í maí 2021 og þaðan á sjúkrahúsið.
Hún lést 2021.

I. Barnsfaðir Eyju er Sævar Sveinsson Matthíassonar, f. 23. janúar 1953.
Barn þeirra:
1. Halldór Jón Sævarsson, f. 17. júní 1971.

II. Maður Eyju Þorsteinu, (10. júní 1987), er Finnbogi Halldórsson, f. 27. janúar 1952.
Börn þeirra:
2. Fjóla Finnbogadóttir, f. 18. júlí 1980. Fyrrum maður hennar Magnús Gíslason.
3. Fanney Finnbogadóttir, f. 8. október 1988. Maður hennar Hannes Kristinn Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.