Filippus Snorrason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Filippus Snorrason sjómaður á Kirkjubæ fæddist 22. ágúst 1812 á Rauðhálsi í Mýrdal og hrapaði til bana úr Kleifum 12. september 1852.
Foreldrar hans voru Snorri Þorsteinsson bóndi á Rauðhálsi, f. 1776, d. 10. apríl 1840 og kona hans Steinunn Filippusdóttir húsfreyja, f. 1779, d. 25. ágúst 1846.

Filippus var með foreldrum sínum á Rauðhálsi til ársins 1837, var vinnumaður í Skarðshjáleigu 1837-1839.
Hann var kominn til Eyja 1845 og bjó á Kirkjubæ með Ingveldi. Þar eignuðust þau sex börn, sem dóu á fyrstu dögum lífsins, en eitt fæddist eftir dauða Filippusar og lést 12 daga gamalt.

Kona Filippusar, (4. júlí 1845), var Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1815, d. 8. september 1869.
Börn þeirra hér:
1. Sæmundur Filippusson, f. 31. október 1841, d. 9. nóvember 1841 úr ginklofa.
2. Snorri Filippusson, f. 10. janúar 1845, d. 17. janúar 1845 úr ginklofa.
3. Filippus Filippusson, f. 4. maí 1846, d. 14. maí 1846 úr ginklofa.
4. Ingvar Filippusson, f. 20. mars 1848, d. 19. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.
5. Þorsteinn Filippusson, f. 23. júní 1849, d. 17. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.<.
6. Steinunn Filippusdóttir, f. 11. júlí 1850, d. 21. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.
7. Steinunn Filippína Filippusdóttir, f. 10. maí 1853 að föður sínum látnum, d. 22. maí 1853 úr „barnaveikindum“.
Fósturbarn þeirra var
8. Ingvar Þorsteinsson, f. 20. nóvember 1851, d. 15. mars 1863 úr „sóttveiki“. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson og Guðríður Björnsdóttir í Björnshjalli.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.