Fjóla Hauksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Fjóla Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð fæddist 4. ágúst 1958 í Eyjum.
Kynforeldrar hennar voru Reynir Heiðar Oddsson, þá nemandi í Reykjavík, f. 12. ágúst 1936, og Edda Kristjánsdóttir verslunarmaður, f. 13. febrúar 1939.
Kjörforeldrar Fjólu voru Haukur Kristjánsson móðurbróðir hennar, sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 2. apríl 1930, d. 16. október 2015, og kona hans Ester Friðjónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1932 í Sætúni á Búðum í S.-Múl., d. 4. ágúst 2005.

Fjóla eignaðist barn með Pétri 1975.

I. Barnsfaðir Fjólu er Pétur Ástvaldsson vinnuvélastjóri, f. 3. febr. 1957 í Keflavík.
Barn þeirra:
1. Karel Pétursson, f. 26. maí 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.