Friðrik Friðriksson (Skipholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Friðrik Friðriksson.

Friðrik Friðriksson frá Skipholti, sjómaður, netamaður, bifreiðastjóri fæddist 4. september 1926 á Hofsstöðum við Brekastíg 30 og lést 23. maí 2003.
Foreldrar hans voru Friðrik Ingimundarson frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. þar 17. september 1894, síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði, d. 20. febrúar 1983, og kona hans Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 2. apríl 1898, síðast á Melaheiði 7 í Kópavogi, d. 4. september 1977.

Börn Sveinbjargar og Friðriks:
1. Elín Friðriksdóttir, f. 6. október 1922 á Seljalandi, d. 20. maí 2007.
2. Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29. janúar 1925 á Hofsstöðum, d. 7. október 2008.
3. Friðrik Friðriksson, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum, d. 23. maí 2003.
4. Matthildur Friðriksdóttir, f. 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 2013.

Friðrik var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fór ungur að vinna í netum hjá Ingólfi Theodórssyni, var lengi á sjó, m.a. lengi á Kára VE 47, á togaranum Elliðaey VE 10, á Frigg VE 316 og var nokkur sumur á Sjöfn VE 37. Hann var um skeið stýrimaður á Björgu VE 5.
Þá var Friðrik ýtustjóri hjá Bænum, en lengst var hann bifreiðastjóri hjá Ísfélaginu, til Goss 1973.
Þau Elísabet fluttu til Eskifjarðar við Gosið. Þar starfaði Friðrik hjá Vegagerðinni og í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar.
Þau Elísabet giftu sig 1949, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Landagötu 23, en skildu árið 2000.
Friðrik lést 2003.

I. Kona Friðriks, (26. febrúar 1949, skildu 2000), var Sigríður Elísabet Andrésdóttir frá Stóru-Breiðavíkurhjáleigu í Reyðarfirði, húsfreyja, f. 10. júlí 1924, d. 20. apríl 2003.
Börn þeirra:
1. Guðrún Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1948. Maður hennar Ásbjörn Guðjónsson.
2. Sveinn Friðriksson býr í Kaupmannahöfn, f. 3. apríl 1953. Kona hans Kolbrún Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.