Friðrik Jónsson (Látrum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Friðrik, kona og börn
Friðrik og börn

Friðrik Jónsson, Látrum, fæddist 7. desember 1868 í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal og lést 29. október 1940.
Foreldrar hans voru Jón Árnason, f. 1840, og k.h. Guðríður Eyjólfsdóttir, f. 1842.

Börn Guðríðar og Jóns,- í Eyjum voru:
1. Friðrik Jónsson á Látrum, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. desember 1868, d. 29. október 1940.
2. Árni Jónsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 5. maí 1874, d. 8. ágúst 1954.
3. Guðrún Jónsdóttir vinnukona, síðar í Vesturheimi, f. 20. maí 1876, d. 30. mars 1934.
4. Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 1. september 1877.
5. Ólafur Jónsson á Landamótum, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1883, drukknaði 5. janúar 1916.

I. Kona Friðriks var Sigurína Katrín Brynjólfsdóttir, f. 7. maí 1884. Á meðal barna þeirra voru Ármann, Brynjólfur Kristinn, Klara, Guðjón, Ólafía og Sigurína.

Friðrik fluttist til Vestmannaeyja 1906. Árið 1907 kaupir hann Heklu með fleiri mönnum og hóf formennsku á henni 1912. Þá kaupir hann annan bát, Íslending VE-161 og var formaður á honum í 3 vertíðir, en hætti þá formennsku. Sá bátur fórst svo 1916.
Friðrik byggði húsið Látur við Vestmannabraut árið 1909.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Faðir Friðriks á Látrum var Jón bóndi, lengst og síðast í Eyjarhólum í Mýrdal, f. 19. júní 1840 á Dyrhólum þar, d. 10. nóvember 1908 á Eyjarhólum, Árnason bónda á Dyrhólum, f. 10. október 1803 á Norður-Hvoli þar, d. 13. nóvember 1866 á Dyrhólum, Hjartarsonar („Hjörtssonar“) bónda á Norður-Hvoli 1800-dd., f. 1773 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 26. nóvember 1854 á Norður-Hvoli, Loftssonar og konu (1800) Hjartar Loftssonar, Kristínar húsfreyju, f. 1766 í Kerlingardal, d. 12.júlí 1834 á Hvoli í Mýrdal, Árnadóttur.
Móðir Jóns í Eyjarhólum og kona Árna Hjartarsonar á Dyrhólum var (15. október 1829) Elín húsfreyja, f. 19. mars 1809, d. 15. febrúar 1893 á Dyrhólum, Þorsteinsdóttir bónda, síðast á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1786 á Vatnsskarðshólum þar, d. 26. janúar 1845 á Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar, og konu Þorsteins Þorsteinssonar, Elínar húsfreyju, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 6. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttur.

Móðir Friðriks á Látrum og kona Jóns í Eyjarhólum var (6. júní 1865) Guðríður húsfreyja þar, f. 9. júlí 1842, d. 17. maí 1924 í Vík í Mýrdal, Eyjólfsdóttir bónda, síðast í Steig í Mýrdal, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 14. júli 1864, drukknaði í lendingu, Þorsteinssonar bónda á Hvoli, f. 1760, d. 3. október 1807, Þorsteinssonar, og konu Þorsteins á Hvoli, Þórunnar húsfreyju og ljósmóður, f. 1771, d. 5. ágúst 1853 í Steig þar, Þorsteinsdóttur Eyjólfssonar og fyrstu konu Þorsteins Eyjólfssonar, Karítasar Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði og konu Jóns, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Guðríðar í Eyjarhólum og fyrri kona Eyjólfs, (1.júní 1819), var Ólöf húsfreyja, f. 1799, d. 15. desember 1843 í Steig, Eyjólfsdóttir bónda á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1763 í Skál á Síðu, d. 6. maí 1842 á Ytri-Sólheimum, Alexanderssonar, og fyrri konu Eyjólfs, Guðríðar húsfreyju, f. 1764, d. 1810?, Sigurðardóttur prests Högnasonar.

Jón Árnason faðir Friðriks á Látrum og Þorsteinn Hjörtur faðir Elínar á Löndum voru bræður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.