Gísli Gíslason (Bifröst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Gíslason bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum fæddist 16. júlí 1854 á Heiði á Síðu, V.-Skaft. og lést 17. október 1921 á Bifröst.
Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson bóndi í Háu-Kotey í Meðallandi, á Minni-Borg og í Eyvindarholti u. Eyjafjöllum, f.18. apríl 1815 í Bólstað í Mýrdal, d. 18. febrúar 1883, og kona hans Halldóra Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1822 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. fyrir 1870.

Gísli var með foreldrum sínum á Heiði til 1856, á Minni-Borg 1860 og 1870, vinnumaður í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1980, ókvæntur bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1901 og á Leirum þar 1910.
Þau Guðrún fluttu til Eyja 1916 með þrjá syni sína, en Halldóra var látin, bjuggu á Bifröst 1920 með Jóhanni Sveinbirni syni sínum. Gísli var daglaunamaður.
Hann lést 1921 og Guðrún 1922.

I. Sambúðarkona (bústýra) Gísla var Guðrún Björnsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, bústýra, f. 4. nóvember 1862, d. 31. maí 1922.
Börn þeirra:
1. Árni Gíslason, f. 17. maí 1894, d. 17. júlí 1970.
2. Guðmundur Gíslason í Reykjavík, f. 29. september 1900, d. 15. nóvember 1935.
3. Halldóra Gísladóttir, f. 11. janúar 1905, d. 28. ágúst 1915.
4. Jóhann Sveinbjörn Gíslason bóndi í Mið-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 20. maí 1910, d. 1. nóvember 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.