Gísli Tómas Ívarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Tómas Ívarsson stýrimaður, skipstjóri fæddist 3. apríl 1949.
Foreldrar hans voru Ívar Nikulásson frá Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, bifreiðastjóri í Rvk, og kona hans Guðrún Valdimarsdóttir frá Litlu-Grund við Vesturveg 24, húsfreyja, f. 19. maí 1930, d. 17. febrúar 2018.

Börn þeirra:
2. Gísli Tómas Ívarsson, f. 3. apríl 1949.
3. Nikulás Ívarsson, f. 21. janúar 1954.
4. Svanfríður Eygló Ívarsdóttir, f. 10. september 1955.
5. Rafnhildur Eyrbekk Ívarsdóttir, f. 3. febrúar 1958.
6. Óli Valdimar Ívarsson, f. 13. júní 1959.
7. Kristín María (Ívarsdóttir) Jónsdóttir, f. 10. júlí 1960. Hún er kjörbarn Jóns Óskars Eggertssonar og Oslu Jakobson Eggertsson.
8. Sigurður Hólm Ívarsson, f. 5. febrúar 1964.
9. Ómar Ívarsson, f. 28. nóvember 1966.
10. Yrsa Hörn (Ívarsdóttir) Helgadóttir, f. 11. júní 1968. Hún er kjörbarn Helga Þorsteinssonar og Svanhildar Þorlaugar Björgvinsdóttur.

Gísli nam í Stýrimannaskólanum í Eyjum og í Rvk, lauk fiskimannaprófi 1984, lauk farmannaprófi í Chalmers tækniskólanum í Svíþjóð 1991.
Hann var skipstjóri og stýrimaður á ýmsum bátum í Eyjum og á farskipum og ferjuskipi í Svíþjóð.
Þau Guðrún giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 49. Þau fluttu til Svíþjóðar 1989 og bjuggu þar til 2000, síðar í Rvk.
Guðrún Þórdís lést 2004.

I. Kona Gísla, (1972), var Guðrún Þórdís Björgvinsdóttir frá Vallartúni, húsfreyja, f. 16. febrúar 1949, d. 14. október 2004.
Börn þeirra:
1. Ásta Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1970, d. 4. mars 2006. Barnsfaðir hennar Arnar Reynisson. Sambúðarmaður hennar Gunnar Þór Jónsson í Rvk.
2. Elva Björk Gísladóttir, f. 25. júní 1973. Sambúðarmaður hennar Einar Helgi Jónsson.
3. Helena Sif Gísladóttir, f. 14. júlí 1976. Sambúðarmaður hennar Jón Ragnar Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.