Gestur Auðunsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gestur Auðunsson.

Gestur Auðunsson frá Sólheimum við Njarðarstíg 15, sjómaður, vélstjóri, verkamaður fæddist 23. júní 1915 á Þykkvabæjarklaustri og lést 18. desember 1999.
Foreldrar hans voru Auðunn Oddsson og Steinunn Sigríður Gestsdóttir.

Börn Steinunnar Sigríðar og Auðuns:
1. Gestur Auðunsson, f. 23. júní 1915, d. 18. desember 1999.
2. Sigurjón Auðunsson, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004.
3. Haraldur Ottó, f. 9. janúar 1922, d. 17. janúar 1997.
4. Bárður Auðunsson, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999.
5. Bergþór Kjartan Auðunsson, f. 8. maí 1923, d. 13. október 2009.
6. Magnea Erna Auðunsdóttir, f. 22. desember 1929, d. 23. júní 2019.

Gestur var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1927.
Hann tók hið minna vélstjórapróf 1933 og skipstjórapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Gestur var vélstjóri tvær sumarvertíðir í Eyjum, vann annars við fiskvinnslu og önnur verkamannastörf.
Hann flutti til Keflavíkur 1943 og var tvö síðustu stríðsárin matsveinn á mb. Sveini AK, en hann flutti þá fisk frá Eyjum til Bretlands.
Þá vann Gestur í Rörsteypu Sveinbjarnar Gíslasonar síðust ár þess fyrirtækis, en starfaði síðan í Dráttarbraut Keflavíkur. Hann varð verkstjóri í Rörsteypunni, þegar hún var endurreist, en gerðist sjálfstæður verktaki í nokkur ár, en að síðustu vann hann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur við bátaviðgerðir og lagerstörf.
Gestur eignaðist barn með Ástu Ragnheiði 1944.
Þau Friðgerður Rannveig giftu sig 1953, eignuðust tvö börn.

I. Barnsmóðir Gests var Ásta Ragnheiður Skæringsdóttir, f. 3. nóvember 1913, d. 4. október 1994.
Barn þeirra:
1. Rafn Eyfell Gestsson smiður í Reykjavík, f. 23. maí 1944. Kona hans Svandís Ingibjartsdóttir.

II. Kona Gests, (26. desember 1953), var Friðgerður Rannveig Kjærnested Finnbjörnsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 22. júní 1918 á Látrum í Aðalvík, d. 24. mars 2005. Foreldrar hennar voru Finnbjörn Þorbergsson verslunarstjóri, bóndi, verkamaður, f. 29. ágúst 1893 í Aðalvík, d. 18. nóvember 1958, og kona hans Helga Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1895, d. 25. júlí 1925.
Börn þeirra:
1. Auðunn Páll Gestsson skipasmiður, f. 29. mars 1952 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Ingólfsdóttir.
2. Steinunn Sigríður Gestsdóttir skrifstofumaður í Reykjanesbæ, síðan starfsmaður við umönnun aldraðra, f. 16. september 1955 í Keflavík, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.