Gottsvin Hannesson (Steinsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gottsvin Hannesson bóndi á Steinsstöðum fæddist 17. febrúar 1762 í Flagbjarnarholti á Landi og hrapaði til bana 7. júlí 1804.
Foreldrar hans voru Hannes Gíslason bóndi á Minni-Völlum í Landsveit og síðan í Flagbjarnarholti þar, f. 1724, og kona hans Guðný Jónsdóttir húsfreyja, f. 1727 í Landsveit, d. 8. nóvember 1818.

Gottsvin og Kristín voru bændur á Grímsstöðum í V-Landeyjum 1796-1797, í Stöðulkoti í Djúpárhreppi í Holtum 1798-1803.
Þau voru komin að Steinsstöðum 1803.
Gottsvin hrapaði úr Hamrinum 1804.

Kona Gottvins var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 1763, d. 28. mars 1831. Síðari maður hennar var Jón Nikulásson bóndi í Hraunkoti í Landbroti.
Börn þeirra hér:
1. Hannes Gottvinsson bóndi í Hraunkoti, f. 1796, d. 19. september 1838. Kona hans var Margrét Jónsdóttir húsfreyja.
2. Ingibjörg Gottvinsdóttir vinnukona í Oddakoti í A-Landeyjum, f. 2. maí 1797, d. 24. janúar 1862. Hún giftist ekki.
Ekki er getið barneigna í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.