Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir (Hólum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir húsfreyja í Hólum fæddist 24. ágúst 1887 u. Eyjafjöllum og lést 21. apríl 1974.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sæmundsson verkamaður, húsmaður á Kirkjubæ, f. 18. janúar 1845, d. 11. maí 1928 og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1857, d. 17. maí 1928.

Systir Guðbjargar var Geirlaug Sigurðardóttir húsfreyja á Landamótum, f. 12. febrúar 1891, d. 17. júlí 1863, kona Ólafs Jónssonar og Erlendar Kristjánssonar.

Guðbjörg Ágústa var með foreldrum sínum undir Fjöllunum og í Mýrdal, fluttist með þeim til Eyja frá Hvammi í Mýrdal 1907, var í Holti við giftingu 1910, en var gift kona Jóns Þórðarsonar á Nýlendu í lok ársins 1910 og bjó þar 1911.
Þau reistu Hóla, (Hásteinsveg 14) og bjuggu þar 1912 og til æviloka.
Þau eignuðust Óskar 1919, en hann drukknaði 1940.
Jón lést 1948 og Guðbjörg Ágústa 1974.

Maður Guðbjargar Ágústu, (14. maí 1910), var Jón Þórðarson sjómaður, útgerðarmaður, f. 24. júlí 1887 á Hellum í Mýrdal, d. 16. júní 1948. Börn þeirra voru:
1. Sigurður Eyþór Jónsson, f. 22. júní 1914.
2. Óskar Jónsson sjómaður, f. 8. maí 1919, drukknaði 15. september 1940.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.