Guðbjörg Bóel Jónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Bóel Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík fæddist 14. mars 1853 og lést í desember 1929.
Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum, f. 20. október 1817, d. 22. apríl 1887 og síðari kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1825, d. 23. maí 1867.

Guðbjörg Bóel var með foreldrum sínum í æsku. Móðir hennar lést, er hún var 14 ára. Hún var með föður sínum og systkinum til 1870, er hún gerðist vinnukona á Búastöðum hjá Lárusi Jónssyni og Kristínu Gísladóttur. Þar var hún vinnukona næstu árin. Hún fæddi þar barn með Þorstein Björnssyni vinnumanni 1876. Á því ári fluttist hún að Juliushaab og varð vinnukona þar hjá Gísla Engilbertssyni og Ragnhildi Þórarinsdóttur. Þar vann hún til 1886.
Hún fluttist til Seyðisfjarðar 1886, var bústýra hjá Oddi Ara Sigurðssyni í Rauðahúsi á Seyðisfirði 1890, en þau giftu sig á því ári. Þar var sonur hennar Sigurjón Oddsson þriggja ára. 1901 var hún húsfreyja í Smiðjunni á Seyðisfirði með Oddi Ara og börnunum Sigurjóni og Sveinu, 1910 með Oddi Ara og Sigurjóni, en Sveina var þá hjú í Sýslumannshúsinu þar.
1920 bjuggu þau í Reykjavík. Hjá þeim var barnið Oddgeir Hlíðdal Karlsson, f. 22. júlí 1915, síðar loftskeytamaður. Hann var sonur Sveinu Oddsdóttur.

I. Barnsfaðir Guðbjargar Bóelar var Þorsteinn Björnsson vinnumaður, f. 28. desember 1853, d. 9. mars 1883.
Barn þeirra var
1. Guðjón Þorsteinsson, f. 19. febrúar 1876 á Búastöðum, d. 20. október 1876 á Steinsstöðum úr „bólgusótt“.

II. Maður Guðbjargar Bóelar, (1890), var Oddur Ari Sigurðsson frá Gesthúsi á Álftanesi, Gull., f. 22. september 1854, d. í janúar 1951.
Börn þeirra hér:
1. Sigurjón Oddsson í Smiðjunni á Seyðisfirði 1920, síðar verkamaður í Reykjavík, síðast í Hafnarfirði, f. 9. október 1887 í Vestdal í Seyðisfirði, d. 14. nóvember 1966. Kona hans 1920 var Hallfríður Hermannsdóttir.
2. Gróa Solveig Oddsdóttir, f. 18. júní 1892 á Seyðisfirði, d. 4. nóvember 1892.
3. Sveina Oddsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. mars 1894 í Vestdal, d. 31. desember 1972. Maður hennar 1920 var Júlíus Magnús Guðmundsson iðnverkamaður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.