Guðbjörg Björnsdóttir (Norður-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðbjörg Björnsdóttir situr og heldur á Indu (Indlaugu). Við hlið hennar er Guðjón Björnsson. Standandi frá vinstri: Hallbera Illugadóttir fyrri kona Björns Eiríks, Jóna Ingibjörg dóttir Guðbjargar og líklega Guðbjörg Árný Björnsdóttir dóttir Hallberu.

Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja í Norður-Gerði fæddist 28. júní 1854 og lést 4. maí 1933.
Foreldrar hennar voru Björn Einarsson, síðar bóndi á Kirkjubæ og kona hans Guðríður Hallvarðsdóttir húsfreyja.
Guðbjörg fæddist í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum, fluttist með foreldrum sínum frá Forsæti í Sigluvíkursókn til Eyja 1859. Á mt. 1860 er hún með þeim í Sjólyst, 1890 er hún gift kona í Stóra-Gerði með Jón, börnin tvö og móður sína Guðríði.

Maður Guðbjargar var Jón Jónsson bóndi í Norður-Gerði, fæddur 22. júlí 1854, dáinn 1. apríl 1925.
Börn Guðbjargar og Jóns voru:
1. Andvana fætt meybarn 16. desember 1884.
2. Björn Eiríkur, f. 16. desember 1884, d. 30. apríl 1979.
3. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, f. 26. júní 1887, d. 2. nóvember 1972.

Systkini Guðbjargar voru:
Guðjón bóndi á Kirkjubæ,
Finnbogi bóndi í Norðurgarði,
Ingibjörg í Pétursborg, kona Sigurðar Vigfússonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.