Guðbjörg Guðnadóttir (Faxastíg 25)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Guðnadóttir á Faxastíg 25, húsfreyja fæddist 8. nóvember 1902 og lést 10. nóvember 1988.
Foreldrar hennar voru Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi á Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði, síðar í Eyjum, f. 15. desember 1856, d. 10. október 1943, og síðari kona hans Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 28. febrúar 1868, d. 25. ágúst 1937.

Systir Guðbjargar var Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja á Ásavegi 14, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, var ,,heimasæta“ á Heiði 1920.
Hún fluttist til Eyja 1924, bjó í Laugardal við fæðingu Stefaníu á því ári og giftist Marinó á árinu, bjó á Hvassafelli 1925 við fæðingu Auðar.
Þau bjuggu á Selalæk við fæðingu Sigursteins 1927, á Brekastíg 33 1930, voru komin að Faxastíg 25 1934 og bjuggu þar síðan, en Guðbjörg ól Eið hjá Sigurlaugu systur sinni á Ásavegi 14 1939. Þau Marinó eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári.
Marinó lést 1962 og Guðbjörg 1988.

Maður Guðbjargar, (25. október 1924), var Sigurvin Marinó Jónsson vélstjóri, skipstjóri, pípulagningameistari, f. 20. maí 1900, d. 16. desember 1962.
Börn þeirra:
1. Stefanía Marinósdóttir húsfreyja, verkakona, f. 25. júní 1924 í Laugardal.
2. Auður Marinósdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. ágúst 1925 á Hvassafelli, d. 8. mars 1987.
3. Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1927 á Selalæk.
4. Eyrún Hulda Marinósdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 6. september 1930 á Brekastíg 33, d. 19. mars 2016.
5. Guðni Fanndal Marinósson, f. 30. desember 1934 á Faxastíg 25, d. 14. júlí 1935.
6. Eiður Sævar Marinósson vélstjóri, f. 30. ágúst 1939 á Ásavegi 14, d. 15. desember 2000.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.