Guðbjörg Jónsdóttir (Hólmi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Jónsdóttir á Hólmi, húsfreyja fæddist 12. febrúar 1879 í Káraneskoti í Reynivallasókn í Kjós, d. 2. júlí 1944.
Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson bóndi, f. 14. janúar 1829, d. 8. febrúar 1903, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1850, d. 24. desember 1938.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í Káraneskoti 1890, var vinnukona í Reykjavík 1901.
Þau Sigurður fluttust til Eyja 1909, bjuggu í Skuld og eignuðust Ólaf á árinu. Þau voru enn í Skuld 1910 með Ólaf. Sigurður var þar málari. Þau voru á Hólmi 1912 og síðan meðan bæði lifðu. Þau eignuðust Sigurð þar 1914.
Sigurður drukknaði í Höfninni 1916.
Guðbjörg fór til Reykjavíkur með drengina 1917, kom Ólafi syni sínum til föðurforeldra sinna að Hólmum í A-Landeyjum í fóstur.
Hún var saumakona á Skjaldbreið með Sigurð hjá sér 1920, fiskverkakona á Fögruvöllum 1930 og þar var Sigurður skráður verkamaður. Hún er ekki á skrá 1934, en Sigurður sonur hennar var þá leigjandi á Hilmisgötu 5 hjá Árna Johnsen og Margréti og nam málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni.
Guðbjörg fluttist til Reykjavíkur, bjó síðast á Holtsgötu 20.
Hún lést 1944.

Sambýlismaður Guðbjargar var Sigurður Gunnarsson málari, útgerðarmaður á Hólmi, f. 18. september 1883 á Háfshóli í Djúpárhreppi í Rang., drukknaði í Höfninni 16. janúar 1916.
Börn þeirra voru:
1. Ólafur Sigurðsson sjómaður, verkamaður, f. 17. nóvember 1909, d. 19. mars 2002.
2. Sigurður Sigurðsson málarameistari, kaupmaður, afreksmaður í frjálsum íþróttum, f. 22. apríl 1914, d. 12. apríl 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.