Guðbjörg Sigríður Hreinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Sigríður Hreinsdóttir á Litla-Hrauni, húsfreyja fæddist 6. maí 1890 í Selshjáleigu í Landeyjum og lést 24. desember 1951.
Foreldrar hennar voru Hreinn Skúlason bóndi, f. 18. febrúar 1861 í Hólmum þar, d. 26. júní 1904, og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar á Hæli, f. 2. júní 1864, d. 24. mars 1930.

Bróðir Guðbjargar Sigríðar var
1. Hannes Hreinsson sjómaður, verkstjóri, fiskimatsmaður á Hæli, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983. Hálfbróðir Guðbjargar Sigríðar, sammæddur, var
2. Jóhann Kristinn Þorsteinsson efnafræðingur frá Hæli, f. 23. ágúst 1906, d. 20. apríl 1988.

Guðbjörg Sigríður fluttist til Eyja með móður sinni og stjúpföður 1921 og var vinnukona hjá Hannesi bróður sínum á Hæli á því ári og til 1924, er hún giftist Jóhanni og bjó með honum í Dal. Þau voru komin að Litla-Hrauni, Vesturvegi 17B 1927 og bjuggu þar síðan.
Guðbjörg og Jóhann létust 1951.

Maður Guðbjargar, (7. nóvember 1924), var Jóhann Ívarsson verkamaður, f. 11. febrúar 1895, d. 20. mars 1951.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.