Guðbjartur Andrésson (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðbjartur Gestur Andrésson.

Guðbjartur Gestur Andrésson kennari, húsamíðameistari fæddist 22. janúar 1922 á Hamri í Múlahreppi, Barð. og lést 8. desember 2010.
Foreldrar hans voru Andrés Gíslason bóndi, f. 20. apríl 1888, d. 5. mars 1976, og Guðný Gestsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1895, d. 9. apríl 1987.

Guðbjartur nam í Unglingaskólanum í Reykjanesi við Djúp 1938-1940, í Héraðsskólanum í Reykholti, Borgarfirði 1940-1942. Hann tók iðnskólapróf í Reykjavík 1949, kennarapróf 1951. Hann öðlaðist meistararéttindi í húsasmíði og vann við iðnina flest sumur og stundaði handfæraveiðar tvö sumur frá Akranesi.
Guðbjartur var kennari við Barnaskólann í Eyjum frá 1951-1961, við barnaskóla Barðastrandarhrepps 1962-1963, Barnaskólann á Akranesi frá 1963, kenndi drengjum þar handavinnu frá 1976).
Guðbjartur eignaðist barn með Láru 1942.
Þau Ester Anna giftu sig 1953, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Barnaskólanum 1956, en síðar á Brimhólabraut 31. Þau fluttu til Akraness og bjuggu þar, en skildu 1976.
Guðbjartur bjó að síðustu hjá Guðnýju dóttur sinni á Selfossi. Hann lést 2010.

I. Barnsmóðir Guðbjarts Gests var Lára Þuríður Jakobsdóttir frá Þverá í Miðfirði, f. 9. mars 1921, d. 17. nóvember 1978.
Barn þeirra:
1. Jakob Birgir Guðbjartsson rennismiður í Reykjavík, f. 26. nóvember 1942, d. 12. júní 2013.

II. Kona Guðbjarts Gests, (30. júní 1953), er Ester Anna Aradóttir frá Akurey, húsfreyja, verkakona, f. 3. mars 1927.
Börn þeirra:
2. Andrés Guðbjartur Guðbjartsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 31. mars 1954 á Hólagötu 31.
3. Guðný Bóel Guðbjartsdóttir húsfreyja í Eyjum, matvælatæknir á Selfossi, f. 10. júní 1956 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Lúðvíksson.
4. Bryndís Björg Guðbjartsdóttir afgreiðslumaður, öryrki, f. 1. febrúar 1958, óg.
5. Þórdís Sigurlína Guðbjartsdóttir starfsmaður á elliheimili á Eyrarbakka, f. 19. febrúar 1960, óg.
6. Dagmar Anna Guðbjartsdóttir lyftaramaður hjá Fiskimjölsverksmiðjunni, afgreiðslumaður, f. 10. febrúar 1962, d. 16. október 2012, óg.
7. María Hrafnhildur Guðbjartsdóttir húsfreyja, skólaliði í Danmörku, f. 17. júní 1968 á Akranesi. Maður hennar Andri Birkir Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.