Guðfinna Jóna Hannesdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðfinna Jóna Hannesdóttir frá Melbreið í Skagafirði, húsfreyja fæddist 2. febrúar 1930 og lést 24. ágúst 2012.
Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi og skólastjóri á Melbreið í Stíflu í Skagafirði, f. 25. mars 1888, d. 20. júlí 1963 og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Melbreið, húsfreyja, f. 30. júlí 1900, d. 11. ágúst 1995.

Guðfinna Jóna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð síðar starfsstúlka í Reykjavík.
Þau Sigurður eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja 1960. Þau bjuggu Hofi við Landagötu 25, á Heiðarbóli við Brekastíg 8, en á Fífilgötu 5 við Gos. Þau fluttu í Hveragerði og bjuggu þar, síðast á Borgarheiði.
Sigurður lést 2006. Guðfinna Jóna bjó síðast á Arnarheiði 8 í Hveragerði. Hún lést 2012.

I. Maður Guðfinnu Jónu, (14. september 1961), var Sigurður Zóphoníasson frá Stóru-Býlu í Innri-Akraneshreppi, sjómaður, verkamaður, f. þar 8. september 1922, d. 6. mars 2006.
Börn þeirra:
1. Alda Sigurðardóttir húsfreyja, leikskólakennari í Hveragerði, f. 17. ágúst 1962 í Eyjum. Maður hennar Ólafur Ragnarsson.
2. Berglind Sigurðardóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 3. júní 1964 í Eyjum. Maður hennar Gunnar Rafn Jónsson.
3. Hrefna Sigurðardóttir húsfreyja í Danmörku, f. 17. september 1965 í Eyjum. Maður hennar Sigurður Hreinsson.
Börn Sigurðar og Fjólu Guðrúnar Aradóttur:
4. Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, leikskóla- og grunnskólakennari, f. 15. apríl 1948 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Kjartan Másson.
5. Kjartan Reynir Sigurðsson sjómaður, matsveinn, f. 14. júlí 1950. Kona hans Elva Björk Valdimarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.