Guðjón Jónsson (Sjólyst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðjón Jónsson, Sjólyst.

Guðjón Jónsson formaður, hafnsögumaður og sýslunefndarmaður í Sjólyst fæddist 5. desember 1857 og lést 13. október 1896.
Faðir hans var Jón bóndi á Heylæk í Fljótshlíð og Ártúnum á Rangárvöllum, f. 12. júní 1807 í Teigi í Fljótshlíð, d. 9. janúar 1891 á Butru í A-Landeyjum, Tómassonar bónda í Teigi, f. 1769, d. 15. júlí 1836, Jónssonar bónda á Heylæk, f. 1740, d. 2. júní 1803, Ólafssonar, og konu Jóns á Heylæk, Þorbjargar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 21. júní 1743, d. 9. ágúst 1824, Þorláks „prestlausa“ lögsagnara og sýslumanns í Eyjum, f. 1711, d. 1773, Guðmundssonar.
Jón Ólafsson á Heylæk var langafabarn sr. Péturs GissurarsonarOfanleiti.
Móðir Jóns á Heylæk og kona Tómasar í Teigi var Guðbjörg húsfreyja, skírð 17. mars 1766, d. 12. apríl 1828, Nikulásdóttir bónda og hreppstjóra á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 1734, d. 8. febrúar 1820, Eyvindssonar, og konu Nikulásar, Valgerðar húsfreyju, f. 1736, d. 27. janúar 1791, Loftsdóttur prests á Krossi Rafnkelssonar.

Móðir Guðjóns í Sjólyst og síðari kona Jóns á Heylæk var Guðrún húsfreyja, f. 12. ágúst 1817, d. 12. júní 1885, Gísladóttir bónda í Bóluhjáleigu í Holtum, f. 14. maí 1786, d. 2. maí 1858, Gíslasonar bónda á Steintóft í Þykkvabæ, f. 1734, d. 18. júlí 1821, Jónssonar, og konu Gísla Jónssonar, Guðríðar húsfreyju, f. 1751, d. 10. október 1823, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar á Heylæk og kona Gísla í Bóluhjáleigu var Gunnhildur húsfreyja, skírð 25. júlí 1792, d. 24. september 1848, Þorkelsdóttir bónda á Strympu á Rangárvöllum, f. 1768 á Vestri-Loftsstöðum í Flóa, d. 3. mars 1841 í Bóluhjáleigu, Egilssonar, og konu Þorkels, Sigríðar húsfreyju, f. 1766, d. 25. mars 1846.

Guðjón var vinnumaður í Godthaab 1880. Hann var kvæntur „bóndi, lifir á fiskveiðum“ 1890. Þar var kona hans Guðríður Bjarnadóttir og synirnir Tómas 3 ára og Guðjón Júlíus 6 ára.

Guðjón var formaður á áraskipinu Haffrú og áraskipinu Skeið.
Hann var glímumaður og sundmaður góður og kenndi hvort tveggja í Eyjum. Kenndi hann sund 1894 og 1895 í sjónum undir Litlu-Löngu, við Stóru-Löngu og við Grjótgarðinn norður af Skildingafjöru.
Guðjón í Sjólyst átti sæti í sýslunefnd um skeið.
Hann var skipaður hafnsögumaður og fórst við þau störf á Ytri-Höfninni 1896.

Kona Guðjóns var Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931.
Börn þeirra voru
1. Guðjón Júlíus Guðjónsson útvegsbóndi, síðar málari, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952. Hann var faðir Svövu konu Oddgeirs Kristjánssonar.
2. Tómas Maríus Guðjónsson útgerðarmaður og kaupmaður, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.