Guðlaug Sigurðardóttir (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðlaug Sigurðardóttir vinnukona á Kirkjubæ fæddist 1798 í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Sigurður Halldórsson bóndi í Skammadal þar, f. 1767, og kona hans Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1758.

Guðlaug var með foreldrum sínum í Skammadal 1801. Hún var niðursetningur á Brekkum í Mýrdal 1816 eða fyrr til 1818, vinnukona á Haugum þar 1824 eða fyrr til 1825, Stóra-Dal í Mýrdal 1825-1826, á Götum þar 1826-1827, í Kerlingardal þar 1827-1829, á Syðsta-Hvoli þar 1829-1833, á Ketilsstöðum þar 1833-1834. Þá fór hún í Álftaver.
Fyrri kona Jóns Sveinssonar bónda á Kirkjubæ, Arnbjörg Hallvarðsdóttir, lést í febrúar 1837, og Guðlaug var komin að Kirkjubæ í Eyjum á því ári. Hún ól Jóni barn í febrúar 1838. Hann kvæntist svo Steinunni Einarsdóttur í september 1838.
Guðlaug fór úr Eyjum á árinu 1838 og stefndi í Álftaver. Hún var vinnukona á Bergþórshvoli í V-Landeyjum 1845.
Hún sneri aftur til Eyja 1846 og lést í Björnshjalli 7. janúar 1849.

I. Barnsfaðir Guðlaugar var Árni Hjartarson, f. 10. október 1803. Hann varð faðir Þorsteins Hjartar Árnasonar á Löndum, skírður 22. ágúst 1847, d. 10. nóvember 1914 á Löndum.
Barn þeirra var
1. Sigurður Árnason sjómaður, f. 1824, drukknaði frá Eyjum 15. febrúar 1865.

II. Barnsfaðir Guðlaugar var Ögmundur Árnason, síðar í Eyjum, f. 10. október 1809, d. 10. janúar 1888 í Hjalli.
Barnið var
2. Ingveldur Ögmundsdóttir, f. 24. ágúst 1829, d. 4. september 1829.

III. Barnsfaðir Guðlaugar var Jón Sveinsson bóndi á Kirkjubæ, þá ekkill.
Barn þeirra var
3. Kjartan Jónsson, f. 5. febrúar 1838, d. 14. febrúar 1838 úr ginklofa.

IV. Barnsfaðir Guðlaugar var Guðmundur Guðmundsson bóndi í Skíðbakkahjáleigu og Kirkjulandshjáleigu í A-Land., f. 12. maí 1817 á Skíðbakka, d. 5. apríl 1868 í Eyjum.
Barn þeirra:
4. Ólafur Guðmundsson, f. 24. ágúst 1841, d. 9. apríl 1842.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.